Dvöl - 01.04.1942, Síða 74

Dvöl - 01.04.1942, Síða 74
152 D VÖL áfram. Svitinn bogaSi af andliti mínu. Ég leit aldrei við, en ég vissi, að bróðir minn sat bak við mig og horfði hvössum augum fram á leið. Báturinn rann þráðbeina braut, eins og kastspjót, sem Búskmaður skýtur. Enginn var betri ræðari en bróðir minn ,og enginn stýrði betur en hann. Við höfðum margsinnis borið sigur úr býtum í kappróðr- um á þessum báti. En aldrei lögð- um við jafn mikið að okkur sem í þetta skipti. Síðasta skiptið, sem við rerum sama báti! Enginn mað- ur var hugrakkari né vaskari en bróðir minn. Ég hafði ekki þrek til þess að líta aftur fyrir mig til bróður míns, en ég heyrði, að and- sog hans urðu æ tíðari og þyngri. Enn mælti hann ekki orð frá vör- um. Sólin var hátt á lofti. Hún brenndi á mér bakið. Ég var að springa af mæði og gat ekki af- borið andþrengslin. „Við skulum hvíla okkur,“ stundi ég aðfram- kominn.... ,.Gott,“ svaraði hann og var fastmæltur. Hann var knár piltur. Hann var líka hugprúður. Hann kunni ekki að hræðast, og hann þreyttist aldrei.... Bróðir minn!“ Vindhviða lék um skóginn og barst yfir sléttan stjörnuflöt síkis- ins. Það hlumdi í titrandi laufblöð- um og hrikti í trjágreinum. Á vatn- inu reis stök bára, sem brotnaði á slímblautum bryggjustaurunum. Með tregablandinni stunu straukst hlý gola um andlit mannanna. Það var eins og jörðin sjálf yrpi önd- inni þungt og snöggt í draumi. Arsat hélt áfram frásögn sinni. Röddin var lág: „Við renndum bátnum upp í hvítan sandinn í dálítilli vik. Þar gekk fram langt nes með skógar- höfða yzt til hafs og lokaði leið okkar. Bróðir minn var hér kunn- ugur. Handan við höfðann féll á til sjávar, og gegnum skóginn á nesinu lá mjór stígur. Við gerðum eld og suðum hrísgrjón. Síðan lögð- umst við til svefns á mjúkan sand- inn í skugganum af bátnum okkar. Stúlkan hélt vörð. Ég hafði varla lokað augunum, þegar hún rak upp angistaróp. Við hlupum á fæt- ur. Sólin var þegar hnigin á miðj- an vesturhimin. Úti á víkinni var stór bátur, skipaður mörgum ræð- urum. Við þekktum fleytuna undir eins: Það var einn af bátum landsstjórans. Þeir skimuðu upp á ströndina og komu auga á okkur. Þeir hringdu bátsbjöllunni og stefndu bátnum inn víkina. Mér þvarr allur kjarkur. Diamelen sat á ströndinni og fól andlitið í hönd- um sér. Engrar undankomu var auðið á sjó. Bróðir minn hló. Hann var með byssuna, sem þú gafst honum, Tuan, áður en þú fórst á brott, en við höfðum ekki nema svo sem eina lúku af púðri. Hann skip- aði mér fyrir og var hraðmæltur: „Forðaðu henni eftir stígnum. Ég skal halda þeim í skefjum, því að þeir hafa engin skotvopn, og það er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.