Dvöl - 01.04.1942, Page 80

Dvöl - 01.04.1942, Page 80
158 D VÖL muni um auðugan garð að gresja, ef „Feðgar á ferð“ er valin af skárri end- anum. Eins og nafnið bendir til, eru feðgar tveir aðalpersónur sögunnar. Ketill gamli er kominn af léttasta skeiði, en fullur áhuga fyrir allri björg í bú, gamaldags og ekki umburðarlyndur gagnvart siðum og háttum unga fólksins. Hann er eins konar Bjartur í Sumarhúsum þeirra Færeyinga, gæti ég trúað, en Heðin Brú skortir að- eins þá náðargáfu, sem kollega hans uppi á íslandi, skapari Bjarts, fékk í vöggugjöf — náðargáfuna, sem fæðir af sér lista- verkið. Yngsti sonur Ketils og sá, sem með honum er á „ferðinni", heitir Kálf- ur og kafnar ekki undir nafni. Öll eldri börn þeirra Ketils og kerlu hans eru flog- in úr hreiðrinu og eru þeim þó enn til byrði og armæðu á allan hugsanlegan hátt. Barnabörnin gera aðsúg að karli og kerlingu, ef þau draga eitthvað æti- legt í kotið, og jafnvel útsvör sona sinna greiðir Ketill gamli, þegar hönd réttvís- innar ógnar með lögtaki og öðrum illum aðförum. Kona Ketils er honum sam- hent og samboðin, en aðrar persónur bók- arinnar eru yfirleitt latur og værukær lýður, en með afbrigðum gráðugur í mat og drykk og kann sér hvorki magamál né annað hóf, þegar grindin, hið eftirsótta veiðidýr og þjóðarréttur Færeyinga, er annars vegar. Kláus þjófur er heilsteypt og skemmtileg persóna, sístelandi og sí- lofsyngjandi guð og Jesúm Krist og biðj- andi þá að bæta tjónið þeim, sem hann stelur frá. Víða bregður fyrir sæmilega skýrum myndum í bókinni, en heldur tekst höf- undi báglega, þegar hann vill gerast fynd- inn, því að þá verða honum fyrir hendi næstar margtuggnar Molbúa- og Skota- sögur (sbr. hugleiðingar Kálfs um tungl- ið, og tvíeyringinn, sem stóð í barninu á prestssetrinu). Það er ekki til neins að skammast yfir því, þótt skrifaðar séu lélegar bækur, en þegar lesið er spjaldanna milli, án þess að undiralda hrifningarinnar geri vart við sig yfir einni einustu opnu, þegar bók- in er lögð til hliðar með frómu fyrirheiti um, að hún skuli fá að hvíla í friði — ja, þá hlýtur að örla á þeirri spurningu, hvort okkar fábreytilegu bókaútgáfu hefði ekki legið á einhverri annarri þýðingu meira en þessari. Bókin er prýdd mörgum laglegum myndum frá Færeyjum, en því miður gera þær það að verkum, að lesandanum dett- ur ósjálfrátt í hug: Lýsing af landi og þjóð. Þannig vill nú að vísu sumt fólk láta líta á allar skáldsögur, en ég leyfi mér að vona, að „Feðgar á ferð“ sé ekki sönn þjóðlífslýsing, enda geri ég ekki þær kröfur til hennar . Málið á þýðingunni er með örfáum undantekningum hreint og hressandi, prófarkalestur góður og letrið stórt eins og á barnabók. Þórarinn Guðnason. Amleto Vespa: í leyniþjón- ustu Japana. — ísafoldar- prentsmiðja gaf út. 1942. Seinustu misserin hefir verið mikið að því gert hér að gefa út þýddar bækur, er fjalla um þjóðfélagsástandið í helztu löndum heimsins, einkum þó einræðis- löndum, og varpa eiga ljósi yfir rás viðburðanna og leiða mönnum fyrir sjón- ir, hvað gerist bak við tjöldin. Um flestar þessar bækur er það að segja, að þær eru upphaflega annað tveggja ritaðar i áróðursskyni, til hnekkis eða framdráttar einhverri þjóðmálastefnu eða ríki, eða í fjáraflaskyni. En stöku sinnum ber til, að slíkar bækur eru eingöngu ritaðar til þess að þjóna sannleikanum. „í leyniþjónustu Japana" er nýjasta bókin af þessu tagi. Ég hefi enga að- stöðu til að dæma um sannleiksgildi hennar, og svo mun um flesta. Þá er sennilega bezt að trúa því einu, sem trú- legt þykir. En hins vegar er engu lakari dægradvöl að lesa slíkar bækur en reyf- ara .Hvorttveggja getur hvílt hugann frá

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.