Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 8
6
Hlin
skóla, þó hann sje komínn upp. — Skólunum er það lífs-
nauðsyn, þeir mega ekki einangrast. — Samböndin halda
þar fundi sína, konurnar sækja skólasýningar, skólasetn-
ingu og skólaslit, heimsækja skólann að vetrinum, not-
færa sjer þá fræðslu skólans, sem hann veitir eldri kon-
unum, þær prýða kringum skólann o. s. frv.
Skólunum er það mikilsverður stuðningur, að kon-
urnar í hjeraðinu skilji starf þeirra og meti, leggi gott
til mála, komi fram með athyglisverðar tillögur o. s. frv.
Þá hefur áhugi kvennasambandanna beinst að því
árum saman að veita þeim konum, sem heima sitja,
verklega fræðslu í einhverri mynd (vefnaðar-, sauma-,
garðyrkju- og matreiðslunámsskeið) eða umferðaleið-
beiningar með örstuttum námsskeiðum, og jafnvel leið-
beiningar á einu og einu heimili. — Umferðakenslan
hefur á seinni árum gefist sjerstaklega vel, verið vel
þegin og þökkuð, því konur á fámennum heimilum eiga
erfitt með að sækja námsskeið nema stutta leið og stutt-
an tíma.
Tvö af kvennasamböndunum hafa ráðið til sín kenn-
ara um lengri tíma (heimilisráðunaut), sem hefur veitt
konum fræðslu í sveitum og jsorpum á Jrennan hátt, og
öll vilja Samböndin fegin fá leiðbeiningar með þessu
sniði. En það er erfitt að fá góða kennara, sem eru svona
löguðu umferðastarfi vaxnir, því áhrifin, sem heimilin
og þátttakendur verða fyrir af persónu kennarans eru
engu síður mikils virði en fræðslan sjálf.
Sýslufjelög og Búnaðarsambönd hafa styrkt þessa starf-
semi ríflega, og viðurkenna þar með fullkomlega þörf-
ina, þau trúa konunum fyrir að fara vel með fjeð, enda
er það óhætt. — Skýrslur birtast hjer á eftir frá 3 heim-
ilisráðunautum, sem hafa starfað hjá 2 samböndum.
Mörg kvenfjelög innan Sambandanna ráða til sín
hjálparstúlkur, sem gripið er til, þegar sjerstakir erfið-