Hlín - 01.01.1942, Page 9
Hlin
7
leikar steðja að heimilunum. — Einstaka samband ræður
hjálparstúlku í sína þjónustu (H. E. K.), önnur styrkja
þau fjelög, sem ráða til sín stúlku í fyrsta sinn (S. S. K.).
Fátt eða ekkert af starfsemi kvenfjelaganna er betur
þakkað og þegið en hjálparstúlkustarfið. Hreppsfjelögin
styrkja það starf mörg svo um munar, enda er það sjálf-
sagt. Þau ættu jafnvel að standa algerlega straum af
starfinu fjárhagslega, en fá kvenfjelögin til að stjórna
því.
Kvennasamböndin hafa með áhrifum sínum og sam-
þyktum komið mörgu {jarflegu til leiðar, ýtt við ýmsu
sem miður fer o. s. frv. Hefðu þau dálítið meira fje til
umráða, væri hægt að starfa meira. En stefnan virðist
vera rjett.
Sýslufjelög, Búnaðarsambönd og Menningarsjóðir
veita Samböndunum víða stuðning til starfsemi sinnar,
auk þess sem ríkið leggur þeim nokkurt fje. Alt er þetta
mjög virðingarvert og sýnir að Samböndin njóta trausts
og virðingar góðra manna. H. B.
Nokkrar samþyktir
frá fundum Kvennasambandanna á s.l. vori
(1942).
(Því miður hafa frjettir ekki borist frá öllum sambandsfundunum.)
Samvinnumál kvenna:
1. S. B. K. leyfir sjer að fara þess á leit, að stjórn Kven-
fjelagasambands íslands beiti sjer fyrir því af fremsta
megni, að næsta Landsþing leggi sig í framkróka með
að endurskiþuleggja Kvenfjelagasambandið (K. í.) þann-
ig, að það verði sem öflugust lífæð samvinnu kvenna um
land alt. Vinni t. d. að því af fremsta megni að sem fyrst
yerði sett á stofn skrifstofa fyrir K. í. í Reykjavík, og