Hlín - 01.01.1942, Page 11
Hlin
9
bændavikunni, og að fyrirkomulagið sje þannig, að kon-
ur víðsvegar að fái flutt erindi, er þær vildu senda.
3) Fundur S. N. K. lýsir eindregið ánægju sinni yfir
þeirn áhuga, sem fram hefur kornið, um stofnun hús-
mæðraskóla í Norður-Þingeyjarsýslu. Fjölgun húsmæðra-
skóla er þjóðarheill og þjóðarnauðsyn.
Heilbrigðismál:
1) Fundur H. E. K. óskar eftir því, að kvenfjelög í
Eyjafirði leggi fram fje, sem verði varið til þess að kaupa
áhöld fyrir vinnustofu við Kristneshæli.
2) Fundur S. N. K. felur stjórninni að senda beiðni
til Alþingis í samráði við stjórn Hjeraðssambands ey-
firskra kvenna og hælislækninn í Kristnesi um styrk til
vinnustofu á hælinu, ásamt viðeigandi greinargerð.
3) S. B. K. leyfir sjer að beina þeim tilmælum til heil-
brigðisstjórnarinnar, að hún hlutist til um það, að hjer-
aðslæknar beiti sjer meira en verið hefur fyrir því að
útrýma fló og lús á heimilum. — Fundurinn telur óhjá-
kvæmilegt að hjeraðslæknir hafi aðstoð, og þar sem ekki
er völ á hjúkrunarkonum í þessu skyni, væri heppilegt
að fela ljósmæðrum að aðstoða við þetta menningarstarf,
gegn aukaþóknun, og verði þeim þá urn leið látin í tje
hreinsunarlyf til ókeypis útbýtingar.
Ennfremur var samþykt að hjeraðslæknum verði falið
að ganga ríkt eftir því, að salerni sjeu á hverju heimili,
hverjum samkomustað og veitingastað. — Ennfremur að
bæjarstjórnum og hreppsnefndum sje gert að skyldu að
hafa strangt eftirlit með að þau sjeu nothæf og um-
gengni þeirra þokkaleg. (A þremur stöðum samþyktu
sambandsfundirnir tillögu, er að efni og orðalagi var
svipuð þessari.) •
4) Þá komu fram óskir um það á sambandsfundunum,
að ljósmæður mættu, með aukinni mentun, taka að sjer
hjúkrunarstörf í sveiturn.