Hlín - 01.01.1942, Síða 13
Hlin
11
tók á móti mjer á bryggjunni og vöktu hinar hlýlegu og
alúðlegu viðtökur hennar mjer góðan hug til að hefja
starfsemi mína hjer í ókunnugum sveitum.
Við góða þátttöku, og að öllu leyti bestu skilyrði,
hófst fyrsta námsskeiðið að heimili hennar, Útskálum á
Kópaskeri, þriðjudaginn 17. febrúar, og stóð það yfir til
4. mars. — Tilhögun var höfð sem hjer segir: Fyrri vik-
una kendi jeg elstu börnunum í barnaskólanum vefnað
frá kl. 9—12, en konunum matreiðslu frá kl. 2—6. —
Seinni vikuna var breytt þannig til, að jeg fór heim á
heimilin til húsmæðranna þarna í nágrenninu og var
kenslan þar heimilisleg.
Þarna voru, fyrir utan skólabörnin, 12 þátttakendur.
— Þetta var lengsti tíminn, sem jeg dvaldi á sama stað,
því öll hin námsskeiðin stóðu aðeins yfir vikutíma.
Næstu námsskeið voru haldin í Kelduhverfi. Það fyrsta
í Ási. Var þar að öllu leyti vel undir búið, en nemendur
fáir í fyrstu, en voru síðustu dagana orðnir 8. — Náms-
skeiðið stóð yfir frá 5—10. mars. — Daginn eftir, 11.
mars, fluttist jeg með bíl að Garði, og gat byrjað jrar
kensluna sama dag, því Jrar voru komnir 10 nemendur
og alt undirbúið, urðu nemendur alls 13, og bjuggu
þar og í grendinni þær konur, sem áttu langt að sækja.
— Námsskeiðið stóð yfir til 18. mars, en þá var haldið að
veitingastaðnum Lindarbrekku. Þar fór kenslan fram, en
jeg hjelt til í Framnesi þar rjett hjá. — Þetta námsskeið
var mjög vel sótt, þrátt fyrir óhagstæða tíð, og hjeldu
þær konur, sem lengra voru að, þarna til meðan á náms-
skeiðinu stóð (frá 19.—25. mars). Nemendur voru 12.
Þrátt fyrir hríðarveður þessa daga var bílfært og kom
það sjer vel, j>ví jeg flutti nú langa leið, frá Lindar-
brekku að Ærlæk í Öxarfirði. — Hafði kennarinn við
heimavistarbarnaskólann í Lundi beðið mig að kenna
börnunum að vefa. — Það varð því úr, að jeg gekk þang-
að frá Ærlæk, og var með börnunum frá kl. 9—12, þegar