Hlín - 01.01.1942, Page 14
12
Hlín
fært var. — Námsskeiðið stóð yfir frá 26. mars til 7. apríl,
en í þessum tíma voru páskarnir. — Þátttakendur voru 9.
Bjuggu þær, sem lengst áttu að sækja, á heimilinu.
Þegar hjer var komið, voru 3 námsskeið eftir, sem
halda átti í Öxarfirði. Það fyrsta var haldið í Sandfells-
haga og stóð yfir í 5 daga (7.—11. apríl). Voru nemendur
6. — Það næsta var haldið á Vestara-Landi og stóð yfir
frá 12.—16. apríl. Nemendur voru 7. — Þegar hjer var
komið, var aftur komin góð tíð, en ekki bílfært, og varð
því að fylgja mjer á hestum út að Akurseli. Þar stóð
námsskeiðið frá 18.—21. apríl. — Þátttakendur voru frá
flestum bæjum í Sandinum, og voru flestir 11.
Nú var eftir að hafa 2 námsskeið. Það fyrra var haldið
að Valþjófsstað í Núpasveit. Voru þar 8 þátttakendur og
stóð yfir frá 23. apríl til 29. apríl.
Frá 29. apríl til 3. maí hjelt jeg kyrru fyrir og hvíldi
mig hjá nöfnu minni á Útskálum. — Jeg sat einn daginn
fund með kvenfjelagskonum Núpasveitar, sem ræddu
áhugamál sín, þar á meðal um undirbúning sambands-
fundar S. N. K. í Lundi.
Mánudaginn 5. maí fór jeg með bíl upp í Fjallasveit,
að Grímsstöðum, og byrjaði Jrar námsskeið þ. 5. maí og
stóð það yfir til sunnudagskvöldsins 10. s. m., en þá
fjekst bílferð niðuryfir og varð jeg að nota hana. — Þátt-
takendur voru frá öllum bæjum á Fjöllum, voru Jrær 12
og einn ungur maður, sem tók þátt í vefnaðinum. —
Bjuggu allar aðkomukonur á Grímsstöðum, því vega-
lengdir milli bæja eru þarna, eins og kunnugt er, mjög
miklar.
Var hjermeð lokið matreiðslunámsskeiðunum. Höfðu
þau þá verið haldin 10 alls, og 100 nemendur tekið þátt
í þeim, auk nokkurra barna í tveim heimavistarskólum.
— Allsstaðar voru námsskeiðin haldin á sveitaheimilum,
yfirleitt við óvenjulega góð skilyrði, því byggingar eru
hjer allsstaðar góðar, — Sömuleiðis voru námsskeiðin á-