Hlín - 01.01.1942, Page 16
14
Hlin
lipurðar hjá hinum ágætu bílstjórum hjer, sem altaf
hafa verið að flytja mig fram og aftur.*
Eins og fyr getur, lauk námsskeiðinu á Grímsstöðum
á Fjöllum 10. maí. Fór jeg þaðan áleiðis með bíl ofan í
Kelduhverfi og hóf þar leiðbeiningar í garðyrkju og
byrjuðu þær í Ási. Leiðbeindi jeg alls á 8 bæjum í þeirri
sveit, á 5 bæjum í Öxarfirði, 5 bæjum í Núpasveit og 3
á Hólsfjöllum. í alt á 22 bæjum frá 11. maí til 11. júní.
Var leiðbeint eingöngu í trjá- og blómarækt, að skipu-
leggja skrúðgarða og breyta og laga til í þeim sem fyrir
voru. — Á nokkrum stöðum voru settir upp nýir garðar,
og virðist almennur áhugi hjer fyrir aukinni trjá- og
blómarækt við hús og bæi, enda ljettara hjer en víða
annarsstaðar að ná í ungviðin.
Rannveig H. Líndal.
/
Pr j ónanámsskeið
í Austur-Húnavatns- og Eyjafjarðarsýslum
á vegum Sambands norðlenskra kvenna.
Stjórn Sambands norðlenskra kvenna hefur óskað eftir
því að jeg mintist með nokkrum orðum á vjelprjóna-
námsskeið þau, sem jeg hef kent við á vegum þess s. 1.
vetur (1942).
Mjer er ánægja að verða við þeim tilmælum og ber
tvent til, annað það, að með því fæ jeg tækifæri til að
þakka þátttakendum í námsskeiðunum og húsráðendum
þeim, sem jeg hef dvalið hjá góðar viðtökur og skemti-
lega kynningu, og hinsvegar get jeg um leið bent á kost
* Samband norðlcnskra kvenna greiddi kaup kennarans að hálfu
leyti.