Hlín - 01.01.1942, Page 17
Hlin
15
og löst við fyrirkomulag það, er tíðkast á slíkum verk-
legum námsskeiðum, í von um að það geti orðið til leið-
beiningar þeim, sem seinna kunna að stofna til sams-
konar kenslu.
í Austur-Húnavatnssýslu voru fjögur námsskeið, þar
sem fyrst og fremst var verkleg kensla í fimm til sex drga
hvert, og eitt fimm daga námsskeið með sýnikenslu ein-
göngu. — I Eyjafjarðarsýslu voru einnig fjögur verkleg
námskeið í sex til sjö daga hvert, og auk þess sýnikensla
í hálfan annan dag.
Samtals voru unnir 245 munir. Þar af voru 138 peysur,
en hitt var allskonar fatnaður, sem venja er til að prjóna,
lítið eitt af ábreiðum, sessum o. þ. h. og efni úr lopa til
að sníða úr. — Sjötíu og átta konur sóttu námskeiðin á
aldrinum frá 15—65 ára.
Það er skemst frá að segja, að öllum grundvallarskil-
yrðum til þess að námskeiðin kæmu að notum hefur
verið framfylgt, og á jeg þar við, að húsrými hefur verið
gott og vel hitað og vel lýst. Eiga þau heimili, sem hjer
eiga hlut að máli, þakkir skilið fyrir það.
Konur þær, sem námsskeiðin sóttu, sýndu mikið táp
og áhuga, þótt þær yrðu, margar hverjar, að sinna heim-
ilisstörfum um leið og þær sóttu námsskeiðin. — Jeg verð
að segja um þær, að þær voru nýungagjarnar, jafnt þær
ungu og þær öldruðu. Lesendur eru ef til vill ekki allir
á sama máli um það, hvort sá eiginleiki sje kostur eða
löstur, en í þessu tilliti er jeg ekki í vafa um það, og
kunningjar mínir, sem hjer um ræðir, mega vera vissir
um, að þetta er alt sagt þeim til hróss. — En svo ætla jeg
að bæta dálitlu við, sem sje því, að jeg treysti þeiri'æ víð-
sýni til að þola mjer smávegis nöldur, svona hjegóma-
laust. — Þeir annmarkar, sem jeg mun benda á, eru
heldur ekki nema að litlu leyti þeirra sök.
Jeg ætla fyrst að benda á, að nokkur vöntun er á því
alment, að vjelarnar sjeu nógu vel hirtar. — Jeg veit, að