Hlín - 01.01.1942, Page 20
18
Hlín
gott efni og kunnáttu vantar víða. — Jeg vil að síðustu
óska ykkur allra heilla við framþróun þessa íslenska
heimilisiðnaðar.
Katrín Árnadóttir, frá Oddgeirshólum í Árness.
Samband breiðíirskra kvenna.
Umferðakensla.
í ágústmánuði 1941 rjeðist jeg sem heimilisráðunaut-
ur hjá Sambandi breiðfirskra kvenna og var ákveðið að
starfa í 6 mánuði og byrja 1. október. En haustannir og
aðrar hindranir urðu þess valdandi, að reglulegt starf
gat ekki byrjað fyr en seinni part októbermánaðar. —
Þá hófst saumanámsskeið í Stykkishólmi. — Jeg hafði
áður haft námsskeið á vegum Heimilisiðnaðar-
fjelagsins þar, og hafa þau altaf verið vel sjeð og vel
þökkuð, enda fólkið mjer að góðu kunnugt. Svo varð
einnig um þetta. — Húsrúm fjekst í Barnaskólahúsinu,
hlýtt, bjart og rúmgott. — 22 konur og stúlkur fengu
þarna tilsögn. Kent var í 2 hópum, 3J/2 tími hver á dag,
en auk þess var sniðið og lagað í aukatímum. — Náms-
skeið þetta stóð til 10. des. að 4 dögum frádregnum, sem
fóru í ferðalag til leiðbeiningar annarsstaðar. — Sú ferð
var farin að Görðum í Kolbeinsstaðahreppi. — Var þar
stofnað kvenfjelag með 14 meðlimum. — Á stofnfundin-
um voru gefnar leiðbeiningar viðvíkjandi fjelagsstarf-
semi og ennfremur í garðyrkju, eftir því sem hægt var
að haustinu.
Dagana frá 10.—16. des. var veitt tilsögn í að sníða eft-
ir máli. Var það í Stykkishólmi á sama stað og námsskeið-
ið, og tóku 4 konur þátt í því.