Hlín - 01.01.1942, Síða 22
20
Hlín
leggja mikið á sig, ganga eða ríða langar leiðir, en þær
voru allar duglegar og áhugasamar og mjög ánægjulegt
að veita þeim hjálp.
Húsnæði var sæmilegt og sumstaðar ágætt, en víðast
voru ofmargir nemendur ætlaðir í húsrúmið. — Á sveita-
bæjum eru óvíða stærri herbergi en svo, að 6—8 stúlkur
komist þar fyrir með sauma sína og það dót sem þeim
fylgir. — Pressujárn, strauborð og önnur áhöld þurfa
líka að vera í sæmilegu standi, svo hægt sje að kenna
góðan frágang á því sem unnið er. — Vefstólar og áhöld
þau, sem þeim fylgja, þurfa að vera komin á kenslu-
staðinn í tæka tíð, svo ekki eyðist tírni í að safna þeim
saman.
Jeg hef reynt að leggja áherslu á að kenna vel að setja
upp vefina (fjórskeftu), svo nemendurnir geti orðið sjálf-
bjarga í því á eftir, einnig að nota gömlu íslensku vef-
stólana, sem til eru í sveitunum. — Það sem mest hefur
verið ofið eru gluggatjöld, ýmsar gerðir, þurkur, og
handklæði úr tvisti, borðdúkar, sessuver, dreglar og fata-
dúkur úr íslensku bandi. — Skortur hefur verið á heima-
unnu bandi með góðum litum, og þyrfti efnisval að vera
betra en verið hefur. — Rúm- og bekkábreiður hafa
sumsstaðar verið settar upp í lok námsskeiðanna og mest
notaðir sauðarlitir.
Ef sauma- og vefnaðarkensla á að koma að góðum
notum, finst mjer námsskeiðin ekki mega vera styttri
tíma en 3 vikur á hverjum stað. — Þó er jeg öllum mín-
um nemendum þakklát fyrir bæði langa og skamma
tíma, sem jeg hef verið með þeim og fyrir alúð og um-
hyggju, sem jeg hef allsstaðar mætt. — Mjer finst jeg
vera miklu ríkari af samhug og hlýju eftir en áður.
Kristjana Hannesdóttir.