Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 23
Hlin
21
Heimilisiðnaður.
Um kvenbúninga á íslandi að íornu
og nýju.
Eftir Sigurð Gxiðmundsson, málara.
(Útdráttur úr grein hans í „Nýjum fjelagsritum" 1857. —
Með inngangsorðum eftir Halldóru Bjarnadóttur.
Erindið var flutt í Ríkisútvarpið 4. júní s. 1.)
Sigurður Guðmundsson, málari, var fæddur 1833, dá-
inn 1874. Hann var af húnvetnskum og skagfirskum
bændaættum. — Sigurður var mikill ættjarðarvinur, og
framúrskarandi þjóðrækinn maður. Hann barðist fyrir
því seint og snemma að sýna landsmönnum fram á, hví-
líkt menningarlegt verðmæti þeir ættu í fornum búning-
um og öðrum minjagripum frá fyrri tímum. — Sigurður
var manna fróðastur um þessi efni, hafði víða farið og
kynt sjer rækilega alt þar að lútandi, enda var hann mjög
listfengur að eðlisfari og hafði næman fegurðarsmekk.
Hann varð fyrstur manna til að safna munum til forn-
gripasafns hjer á landi og var umsjónarmaður þess meðan
heilsa og líf entist, og fá íslendingar það seint fullþakkað,
hve mörgu þjóðlegu verðmæti hann fjekk bjargað frá
glötun. — En ekki er það minna vert, sem Sigurður gerði
fyrir íslenska þjóðbúninginn, því mega íslenskar konur
aldrei gleyma. — Hann var óþreytandi um að sýna fram á,
hve liinn forni kvenbúningur hefði verið fagur og hve
raunalega spiltur hann væri orðinn. — En hann gerði
meira en finna að og tala, liann framkvœmdi. — Hann
fjekk margar ágætar, áhugasamar konur í lið með sjer,
konur, sem ásamt lionum, unnu að því að fegra og bæta
búningana á ýmsa lund. — Sigurður teiknaði, málaði og
bjó til snið. Hann hvatti gullsmiðina til að smíða fagurt