Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 24
22
Hlin
kvensilfur. — Hann sýndi hvernig sauma skyldi í sam-
fellurnar og skauttreyjurnar og draga í slörin. íslensk
blóm hafði hann mest til fyrirmyndar. — Uppdrættir Sig-
urðar voru gefnir út að honum látnum, en sumir liggja í
handriti í Þjóðminjasafninu, aðgengilegir fyrir hvern
sem er.
Vegna hinnar þjóðlegu vakningar, sem gekk yfir land-
ið eftir 1874, þjóðhátíðarárið, tók fjöldi kvenna upp
þennan fagra endurbætta skautbúning. Þótti varla sá
maður með mönnum, sem ekki eignaðist faldbúninginn,
og helst átti konan, sem bar hann, að hafa saumað hann
sjálf, það var að minsta kosti almennur siður, að stúlkur
sem ætluðu að giftast, lærðu að skattera og baldýra, svo
þær gætu komið sjer búningnum upp. Hann var um
þetta leyti svo algengur, að margar vinnukonur komu
honum upp, og var kaup þeirra þó ekki ýkjahátt í þá
daga. — Og þá var búningurinn notaður, ekki látinn
liggja niðri á kistubotni, hann var borinn við allar kirkju-
legar athafnir, veislur og dansleiki (kyrtill) og jafnvel í
heimahúsum.
Sigurður málari gerði einnig ýmsar endurbætur á
peysubúningnum og upphlutnum. Og hann vildi koma
því á, að konur og stúlkubörn notuðu hversdagsföt með
kyrtilsniði.
En hvernig ætli Sigurði málara litist á, ef hann mætti
nú líta upp úr gröf sinni!
Ætli honum þætti ekki íslenskar konur vera æði mikið
búnar að snúa baki við hinum fögru þjóðbúningum okk-
ar, sem fara íslenskum konum svo mætavel.
Þjóðbúningurinn er að hverfa af íslensku kvenþjóð-
inni, og hefur þessu stórlega hrakað síðan um aldamót. —
Það væri ekki vanþörf á því, að einhver jafnáhugasam-
ur og áhrifaríkur maður og Sigurður málari risi nú upp
og eggjaði íslenskar konur lögeggjan um að nota þjóð-