Hlín - 01.01.1942, Page 26
24
Hlin
andliti er kallaður höfuðdúkur, en brúðarlín, er brúðir
eða nýgiftar konur báru. En að laginu til er brúðarlín og
höfuðdúkur eitt og hið sama. — Þó má vera, að brúðarlín
hafi verið glæsilegra. — Höfuðdúkurinn hefur þó oft ver-
ið mjög skrautlegUr og var hann faldsins höfuðprýði. — í
Snorra-Eddu eru í klæðaheitum talin 12 heiti á höfuðdúk,
og sýnir það hversu fagur og merkilegur hann hefur þótt.
Um motur er oft talað í sögunum sem höfuðbúnað. —
Hið fyrsta sem menn vita um hann er það, að hann hefur
ætíð verið hvítur. — í Laufás-Eddu segir svo: „Motrur
heita þær konur er hvítum ljereftum falda“. — Laxdæla
segir um moturinn sem Ingibjörg Tryggvadóttir gaf
Kjartani Ólafssyni: „Sú gjöf var allfræg, því engi var þar
svá vitr eða stórauðigr at slíka gersemi hefði sjet eðr
átta“. — Moturinn hefur verið sama og brúðarlín eða
höfuðdúkur.. — Brúðarlínið hjekk niður af faldinum að
aftan og ofan á herðar, en þegar konur vildu hylja andlit-
ið, sveipuðu þær því fram yfir andlitið.
Alt fram að þessari öld hafa húsfreyjur á íslandi sjaldan
borið annan höfuðbúnað til hátíða og daglega en fald,
sýna gamlar myndir þetta, eins og líka gamlir rnenn muna
eftir því.
Konur í fornöld gengu ætíð með skikkju eða möttul
yfir herðum sjer, því á þeim tíma þótti ósvinna að ganga
skikkju- eða möttullaus til mannfunda (Skuggsjá). — En
þó þetta þætti ósvinna á karlmönnum, þá þótti það þó
hálfu verra, ef konur ljetu sjá sig möttullausar, því tóku
k.onur ætíð möttul yfir sig, þó þær gengju ekki nema í
næsta herbergi, ef karlar voru fyrir (Njála 1S. kap.), eða
ef þær gengu nokkuð úr túni (Grettiss. 17. kap.). — Til
skarts báru konur ekki aðrar yfirhafnir en möttul eða
skikkju. — Skikkja og möttull hafa haft sama snið, sem sjá
má af sögunum, því þegar talað er um, að einhver hafi
borið skikkju, þá segir í næstu línu að hann hafi borið
möttul, og sýnir það ljóslega að það hefur verið sama, að