Hlín - 01.01.1942, Page 27
Hlin
25
minsta kosti að laginu til. — Skikkjan var ætíð (eða oftast)
ermalaust klæði, sem hjekk á herðunum stundum á týgli,
sem bundinn var saman á brjóstinu, stundum var skikkj-
an næld saman að framan með nál eða sylgju úr gulli eða
silfri, af nálum þessum hafa menn fundið margar, og má
sjá þær í forngripasöfnum.
Þegar talað er um hlaðbúna skikkju, þá er það svo að
skilja, að skikkjan eða möttullinn var lagður í skaut nið-
ur, eða alt í kring, með gullræmu. — Karlar og konur
liöfðu möttla með sama lagi, sem sjá má af því, að karl-
menn gáfu þá oft unnustum sínum, t. d. gaf Gunnlaugur
ormstunga Helgu fögru möttul sinn, og í erfðatali í Járn-
síðu, 21. kap., segir, að sonur skuli erfa guðvefjarskikkju
eftir móður sína. — Það er óljóst, hvernig guðvefurinn
hefur verið, en líklega merkir það ekki annað en ýmsan
dýrindisvefnað, sem sjálfum guðunum hefði þótt sæma
að bera. — í fornöld þurftu konur ekki að hafa hálssilki,
því þær báru ætíð möttul og gátu sveipað honum um háls-
inn, ásamt höfuðdúknum, eftir vild og eftir því hvernig
veðrið var. —
í fornöld var kvenkyrtillinn sjaldan eða aldrei með
nokkru skarti, hefur það komið af sniðinu á honum, sem
var mjög einfalt. — Þeir voru heilir bæði að aftan og
framan og svo víðir um mittið, að konur gátu steypt þeim
yfir sig, og hjeldust þá saman um mittið einungis með
beltinu, eins og „tunica“ á hinum fornu grísku og róm-
versku konum. — Þessir kyrtlar fjellu mjög liðlega um
líkamann og mynduðu fagrar fellingar, sem konur löguðu
um leið og þær spentu um sig beltið. — Þetta snið var
vanalegt bæði á kyrtlum karla og kvenna. Var því beltið
nauðsynlegur hluti búningsins og þessvegna mjög vand-
að, var beltið álitið ekki einungis aðalskrautið á kyrtlin-
um heldur og á öllum búningnum. — Ætti húsfreyja
beltið, þá hjengu lyklarnir við það, því í fornöld voru
lyklarnir einkenni húsfreyju. — Á kyrtlum kvenna var
L