Hlín - 01.01.1942, Síða 32
30
Hlln
hver þjóð apaði eftir búningum og siðum í blindni, þá er
það samt íslendingum engin bót í máli.
Nú hef jeg talað um hvernig búningurinn var í forn-
öld og hvernig hann nú er. — Allir sjá hvernig hann er
orðinn og vona jeg að flestir verði mjer sammála viðvíkj-
andi því óþjóðlega, óhaganlega og ófagra við þennan bún-
ing eins og hann er nú. — En það er ekki nóg að sjá gall-
ana á honum, eða játa hversu hann er í marga staði hlægi-
legur og í alla staði ósamboðinn og óhæfilegur sjerhverri
góðri íslenskri konu, heldur verðum vjer að hugsa um
hvað vjer eigum að taka í staðinn. — Svarið liggur beint
við: Vjer höfum glæsilega kvenbúninga bæði frá fornöld-
inni og miðöldinni og húfubúninginn frá þessum tíma,
og sýnist mjer, að faldbúningurinn ætti að vera til hátíða
og skrauts, en húfubúningurinn ætti að vera hversdags-
búningur. — Nú hefur húfubúningurinn náð sinni mestu
fullkomnun, og má ekki verða margbrotnari, því það á
ekki við hans eðli. Hann er, og á að vera, einfaldur, og þá
er hann einhver sá nettasti, hreinlegasti, haganlegasti og
hlýjasti búningur sem til er.
En af því mjer þykir þetta búningsmál miklu varða, og
það er undir konunum komið, að fegurð meiri komist á í
landinu, bæði í þessu sem öðru, bæði á konum og körlum,
þá get jeg ekki bundist að lúka nokkru lofsorði á íslands
fornu konur og hversu mikinn hlut þær áttu í siðprýði og
kurteisi sinnar aldar. — Þó konunum sje gefinn minni
styrkur en karlmönnunum, þá eru þær þó af Guði ætlað-
ar til að vera leiðarstjörnur til allrar fegurðar og föður-
Landsástar, til allrar hreysti og manndóms. Þetta er líka
eðlilegt, því lögmál náttúrunnar hefur svo til hagað, að
barninu er eðlilegast og haganlegast að fylgja móðurinni,
og hún kennir því grundvöllinn til alls, eftir því sem hún
hefur vilja og vit á, svo á börnunum sannast oft hið forn-
kveðna: „Hvað ungur nemur, gamall fremur.“
Margir taka mentun kvenfólksins í hverju landi til