Hlín - 01.01.1942, Page 33
Hlin
31
mælikvarða fyrir fegurð og mentun þjóðanna, og það er
að mörgu leyti rétt. — Hvernig hefðu riddararnir á mið-
oldunum getað orðið svo kurteisir sem þeir voru, hefði
kvenfólkið ekki verið annarsvegar og haft vit á að dæma
urn kurteisi þeirra og látbragð.
Nú sjáið þjer, íslensku konur, hversu mjög það er á-
ríðandi, að þjer hafið tilfinningu fyrir hinu fagra og
þjóðlega, því einmitt þjer eigið fyrst að íótfesta þessar
dygðir og halda þeim við, og af yðar mynd er ísland kall-
að: „Fjallkonan fríð“. — Jeg efast ekki um, að þjer allar
þekkið sögurnar, og þarf því ekki að fræða yður um
hversu göfugar yðar fornu frændkonur voru. Þjer vitið
það sjálfar, og jeg efast ekki um að yður langi eftir að
h'kjast þessum konum í öllu fögru og góðu. — Eins og
J^jer eruð fegri frá náttúrunnar hendi en vjer karlmenn-
iinir, eins eigið þjer að sýna í búningi yðar og öðru yðar
næmu tilfinning fyrir hinu fagra, sem yður er meðfætt,
Jn'í svo hefur mikill maður sagt, að á kvenfólki sjeu lnein
og löguleg föt fyrirboði hreinnar sálar. — Þó nú konur
í fornöld væru kurteisar og skartsamar, þá höfðu þær þó
ekki allan huga við það, þær voru hvorki ráðlausar nje
duglausar eða geðlausar, ef til þurfti að taka. — Jeg veit
að yður mun Jrykja sómi að líkjast þeim í sem flestu góðu,
og verð jeg að telja búninginn eitt af þessu, enda er jeg
sannfærður um að engin yðar les sögu Gunnlaugs orms-
tungu án þess að óska, að möttull Helgu hinnar fögru
væri kominn yður í hendur, svo þjer gætuð lagt hann yfir
herðar yðar, og segi jeg yður satt, að hann hefur hvorki
verið ljótur, snarpur nje kaldur, og var von til, þó þeim
köppunum yrði starsýnt að sjá alt saman, möttul og mey.
Og ef slíkur möttull væri lagður yfir herðar yðar, þá meg-
ið þjer trúa því, að þjer munduð ekki ófríkka.
Það gegnir allri furðu hversu margt af hinu gamla og
þjóðlega hefur breytst til verra á seinustu tímum, svo það
lítur út eins og menn liafi gert sjer far um að gera hið