Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 34
32
Hlín
fagra ljótt. En nú er vonandi að augu manna fari að opn-
ast og menn fari betur að sjá hið Jrjóðlega og góða.
Margir hafa nú á tímum Jrær viðbárur með faldbún-
inginn, að hann sje of dýr og vil ja þessvegna hætta að bera
hann. Þetta held jeg að sje alveg röng ástæða, því allir
geta sjeð, hve varanlegur hann er í samanburði við hinn
búninginn. Hversu marga hatta og kjóla með dýrum
böndum, sem lítið halda, verða menn ekki að kaupa, með-
an einn faldbúningur heldur. — Faldbúningurinn hefur
altaf verð í sjer, þótt hann sje gamall, silfrið getur gengið
í erfðir, mann frarn af manni, og ekki þarf að óttast, að
faldbúningurinn breytist svo á hverri stundu, að þær
geti ekki þessvegna borið hann.
Sumir segja, að faldurinn sje ljótur, og ætlar Jreim
jafnvel að verða illt, ef Jreir heyra hann nefndan, en alt
fyrir þetta álít jeg faldinn þó fagran. Hin gamla austur-
lenska beyging á honum hefur þau áhrif á andlitið, að
svipurinn verður hreinn og tignarlegur, og er það ein-
kenni á mörgum íslenskum konum, svo manni gæti kom-
ið til hugar að Aþena væri þar sjálf komin með sinn grúf-
andi hjálmkamb, eða að Fjallkonan sjálf, móðir vor,
sýndi þar mynd sína á dætrum sínum, svipmikla og
tignarlega.
Gömlu þjóðsiðirnir og þjóðdygðirnar fylgjast oft að,
og jeg er hræddur um, að ef þjer ætlið að fara að afneita
yðar göfugu frændkonum í siðum og búningum þá munið
þjer afneita þeim í fleiru. — Jeg get ekki trúað að þjer
viljið afneita faldinum gamla, því þjer sviftið þá búning-
inn því frægasta einkenni, er skáldin frá elstu fornöld
hafa einkent hinar norrænu konur með. En þetta getið
Jrjer ekki meðan þjer mælið íslenska tungu, því meðan
þjer kunnið það, hefur enginn íslendingur leyfi til að
hugsa, að þjer ekki þekkið Bergþóru gömlu, Hildigunni
eða Helgu hina fögru, Guðrúnu Ósvífursdóttur, Auði
eða Ólöfu Loftsdóttur.Þessar þekkið þjer allar, og
hversu göfugar þær voru. — Hvar munu uppalast slíkar