Hlín - 01.01.1942, Side 36
34
Hlin
og utanbæjarkonur. Kennari var ungfrú Katrín Árna-
dóttir frá Oddgeirshólum. Tvær sölu- og vörusýningar
voru haldnar í Reykjavík dagana 4.-9. apríl og 12.—20.
desember.
Vor- og sumarmánuðina ferðuðust forstöðukonurnar
um nokkrir bygðir og bæi: Borgarfjörð, ísafjörð, Stykkis-
hólm, Hnappadals- og Snæfellsnessýslur, ennfremur Ár-
nes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslur. — Fluttu þær er-
indi og höfðu sýningar á ullarvörum á 15 stöðum við
góða aðsókn. — í útvarpið hefir og verið talað nokkrum
sinnum. — Vinsældir skrifstofunnar og starf hennar vex
óðum og bera ótal brjef, er henni liafa borist, vitni unr
það. — Viðskiftaskráin, eða spjaldskráin, sýndi nú við síð-
ustu áramót 641 nafn, þar af aukning á árinu 165. —
Fjöldi utanbæjarmanna, karlar og konur, hafa heimsótt
skrifstofuna til þess að kynna sjer starfið eða leggja inn
vörur, er skrifstofan kemur á framfæri við kaupmenn, svo
og til þess að fá leiðbeiningar á ýmsa vegu. — Margir
koma og til þess að skoða húsgögn þau, er stofan hefir í
sýningarsalnum, og smíðuð voru eftir verðlaunateikningu
Búnaðarbanka íslands.
Eitt af aðalstörfum skrifstofunnar er, eins og kunnugt
er, að hvetja landslýð til að vinna sem rnest ull sína sjálf-
ir. „íslensk ull“ hefir oft minst á það, hve afaráríðandi
það væri, að fyrsta vinsla ullar sje í lagi, svo sem: að ullin
sje flokkuð strax við rúningu fjárins, að nauðsyn beri til
þess, að þvottur ullar og þurkun fari fram á stöðvum, er
reistar verði, helst við heitt uppsprettuvatn og liggi sem
næst alfarabrautum, að tekið verði ofan af og innan úr
þelbestu ullinni og almenningi gert auðvelt að útvega
sjer þel, tog og hærur til vinslu. Ennfremur að kostað sje
kapps um að útvega hentugar vinnuvjelar og tæki fyrir
heimilin og smáiðjuna, svo að lopa- og bandframleiðslan
geti aukist að miklum mun, því þá fyrst megi vænta auk-