Hlín - 01.01.1942, Page 37
Hlin 35
innar framleiðslu á fjölbreyttari og fallegri munum úr
ullinni okkar en unnir hafa verið til þessa á íslandi.
Laufey Vilhjálmsdóttir.
Leiðbeiningar við lopaprjón.
Lopa er hægt að prjóna á hvaða vjel sem er, einfaldan,
tvöfaldan eða þrefaldan, eftir því hvað hann er grófur.
Venjulega er prjónað úr sneiðunum, en einnig er gott að
spóla hann, og þá helst tvisvar sinnum, til þess að útiloka
mislengju í lyppunum. — Ef lopi prjónast illa, er gott
ráð að spóla hann sem oftast, þrisvar til fjórum sinnum.
— Best er að þræða hann ekki í bandfjöðrina, nema hún
sje fest við lásaplötuna. Hjer skulu nefndar nokkrar að-
ferðir við lopavinslu:
1. Flíkin er prjónuð með úrtökum samkvæmt venju. —
Algengt er að hafa tvíbandsprjónaðar randir, en sje
hún einlit, er fallegt að kemba hana ljett með ullar-
kambi.
2. Lopinn er prjónaður einfaldur á eins fastri stemm-
ingu og hægt er. Hringprjónað eins breitt og hver vjel
leyfir. Dúkurinn er þveginn og þæfður, og litaður ef
þörf gerist. Þá er hann pressaður vandlega. Svo er
flíkin sniðin og saumuð.
3. Prjónað eins og no. 2, helst út tvöföldum lopa. Dúk-
urinn er þveginn og pressaður vandlega og jafnvel
þæfður. Venjulega er hann litaður. Svo er hann
kembdur. Lóin er strokin með fatabursta, áður en
voti klúturinn er settur yfir. Til að fá gljáa á dúkinn,
er klúturinn tekinn af og strokið yfir með járninu.
4. Lopinn er kembdur, en ekki pressaður á eftir. —
Fallegt í renninga á barnafatnað og í húfur.
Katrin Árnadóttir.
3*