Hlín - 01.01.1942, Síða 38
36
Hlín
Enginn má fara í jólaköttinn*
Það hefur lengi verið talinn sjálfsagður hlutur, að allir
eignuðust einhverja nýja flík fyrir jólin, því annars færu
þeir í jólaköttinn, og það mátti með engu móti eiga sjer
stað. — Börnin þurftu að fá spariföt, ef mögulegt var, því
sparifötin frá árinu áður áttu að verða sunnudagaföt, en
skjaldhafnafötin, Iiversdagsföt, þannig gekk það koll af
kolli, ár eftir ár, því þó sparifötin væru ekki notuð nema
þegar farið var til kirkju og á stórhátíðum, þá uxu börnin
upp úr öllu von bráðar.
Ekki þótti sú húsmóðir á marga fiska, sem ekki gat
sniðið og saumað upp á sitt heimafólk, eða stjórnað því
verki heima hjá sjer, helst látið vinna alt upp á fólkið
líka. — Það þurfti að taka ráð í tíma, ef alt átti að vera
búið í tæka tíð, því þá þurfti líka að gera alla jólaskóna
og það var handarvik. — Sjálfsagt hafa margir verið
þreyttir eftir jólaannríkið í þá daga ekki síður en nú, en
það dreifðist á margar hendur, heimilin voru mannmörg.
Sá siður hefur haldist á íslandi til þessa dags, að reyna
að eignast eitthvað nýtt utan á sig og sína fyrir jólin. En
sá er munurinn, að fjölmargt af því, sem unnið var á
heimilunum áður, er nú unnið af faglærðu fólki, það er
verkaskiftingin, sem þarna kemur til greina, og svo hitt,
að fólkið vill vera vel búið. — íslendingurinn lætur ekki
sitt eftir liggja að gera kröfur um snyrtilegan klæðnað,
sumir segja, að þeir sjeu öllum þjóðum tilhaldssamari í
klæðaburði. — Karlmennirnir kæra sig ekki um, nú orðið,
að klæðast íslenskum vaðmálum, sem eru fergð á rúmfjöl
niðri í rúmi, og lituð í misjafnlega haldgóðum lit. Þeir
vilja getáð strokið hnjákollana, án þess að verða svartir
um hendurnar. — Nú duga ekki sveitasaumakonurnar
fyrir sparifötin, jólafötin, þó þær sjeu góðar við hvers-
* Greinin birtist í jólablaði „Tímarits iðnaðarmanna" 1941.