Hlín - 01.01.1942, Page 40
38
Hlín
Vísur.
Kunna að vinna, vel að spinna,
vona sinna kenna skil,
unna, hlynna, önnum sinna,
unnir grynna á starfans hyl.
Þessar línur risti Ríkarður Jónsson, listamaður, með
höfðaletri umhverfis trjedisk einn fagran í Húsmæðra-
skólanum á Laugum. — Merki skólans með rósabekk ut-
anum er í miðjunni á diskinum.
Þær vita að vorið kemur
og vefa í dúka og bönd
draumanna rós og reynir
og regnblá sumarlönd.
Þær vefa í lund sína ljósið,
sem logar við nótt og ís,
lauf sem und klakanum lifir,
lind sem að aldrei frýs.
Þessa vísu, eftir „Huldu“ skáldkonu, saumaði hin nál-
haga forstöðukona húsmæðraskólans á Laugum, Krist-
jana Pjetursdóttir, í refil sinn.
Nöfn á rokkhlutum á Austurlandi.
Kerfi = Snælduumbúningur.
Vængur = Hnokkatrje.
Hjarta = trjestykki, sem kerfið er fest í.
Smali = Hlaupastelpa.
Fótaskör = Fótafjöl.
Skegg = Lauf úr leðri, sem kerfið er fest í.
Rokknál = Nálin, sem bandið er þrætt með í pípuna.
Brúða = Fremri uppstandari.
Rokkstjaki = Aftari uppstandari.