Hlín - 01.01.1942, Síða 42
40
Hlín
eyska kvennasambandið er elsta sambandið í landinu,
senn 40 ára gamalt. Jeg óska og vona, að mörg fleiri
vandamál leysist giftusamlega fyrir aðgerðir þess.
Þegar jeg lít yfir þá muni, sem hjer eru samankomnir,
og hugsa til alls þess, sem jeg hef sjeð fyr og síðar af ullar-
vinnu úr þessu hjeraði, sjerstaklega af finni ullarvinnu,
heimakembdu og rokkspunnu, þá dylst engum, sem um
það hugsar, að hjer er list á ferð, list, sem hefur skapast
með þjóðinni í þúsund ár. — List, sem þarf að þroskast og
viðhaldast, en ekki falla í þagnargildi, týnast og gleymast.
Nú er svo komið, að vjelarnar eru á þessu sviði, sem
öðru, að útrýma handavinnunni. — Konurnar mega ekki
vera að því að hæra ull, kemba í kömbum eða spinna á
rokk. En það er einmitt þessi list, sem ekki má týnast. —
Þið Þingeyingar, með ykkar mikla ullarval, hafið komist
lengst í þessari list og eigið því að vera hjer forgöngu-
menn.
Þið eigið að koma upp tóskaparskóla fyrir alt landið og
fá ykkar bestu tókonur til að kenna.
Sá skóla yrði sóttur viðsvegar að, á því er enginn efi. —
Hann þyrfti ekki að vera stór eða umfangsmikill, en þar
á ekkert að kenna annað en meðferð ullar, alt frá rúningu
og þvotti til fínasta spuna, bæði þel og tog, einnig litun,
prjón og vefnað úr því sem unnið er.
Jeg þori að fullyrða að þessi skóli yrði sóttur, ekki að-
eins af íslendingum heldur og af útlendingum, körlum
sem konum, svo mjög dást þeir að íslensku ullinni. Þeir
segja: „Þið hafið bestu ullina og kunnið best að fara með
hana!“ — Jeg hef haft sýningar á íslenskri ullarvinnu til
og frá um Norðurlönd, hef einnig sótt sýningar í þessum
löndum. En hvergi nokkursstaðar er til líka jafnfalleg ull-
arvinna og hjer. — Hún er sjerstök fyrir ísland, hún má
ekki týnast, hún er einn þáttur af þjóðerni okkar. Hún er
mikils virt af öllum, sem skyn bera á s-íka Iiluti.
Jeg skora á ykkur, Þingeyingar, að sinna þessu máli, þið