Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 43
Hlin
41
getið komið þessum skóla upp, e£ þið eruð samtaka. —
Sjerstaklega treysti jeg Kvennasambandinu til að vinna
þessu máli gagn. — Og engum treysti jeg betur til að
stjórna svona skóla en Kristjönu Pjetursdóttur frá Gaut-
löndum.
Til ■hamingju með tóskaparskólann, Þingeyingar!
Halldóra Bjarnadóttir.
Heilbrigðismál.
Vinnan.
Vinnan vinnur bug á öllu, jafnvel sjálfum dauðanum.
(Erindi flutt á fundi Hjerssambands eyfirskra kvenna
vorið 1942).
Síðastliðinn vetur hef jeg stundum dvalið á Kristnes-
hæli vegna þess að jeg á þar ofurlitla stúlku. — Þar eru
ungir og gamlir, sem bíða, sumir eftir bata, aðrir eftir
því að deyja. — Sumt af þessu fólki er tímunum sarnan á
flakki, og svo frískt, að það gæti unnið ljetta vinnu, en
það vantar vinnustofu og nauðsynleg áhöld til vinnunn-
ar. — Þetta fólk á ekki annan úrkost en að láta sjer leið-
ast ,en ekkert gengur hatramlegar í lið með hvíta dauð-
anum en sorg og leiðindi. — Auk þess tapar æskan þar
bestu árum æfinnar frá því að læra ýmislegt þarft, sem
það gæti seinna lifað af. — En ef vinnustofa væri starf-
rækt fyrir sjúklingana, gætu þeir lært þar og starfað
margt, sem þeir hefðu ómetanlegt gagn af, bæði hvað
heilbrigði og fjárhag snertir.
Yfirlæknir, Jónas Rafnar, og yfirhjúkrunarkonan á
Kristneshæli, Margrjet Árnadóttir, hafa mjög mikinn