Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 45
Hlin
43
Skipun heilbrigðismála á íslandi (1942).
(Brot úr bók landlæknis.)
.... Til forna virðast konur einkum hafa stundað
lækningar, enda hefur læknislist þeirra tíma langoftast
líkst öllu meira lijúkrunaraðgerðum miðað við það sem
nú tíðkast.
. . . . í íslendingasögum er fögur frásögn um Halldóru
Gunnsteinsdóttur, konu Víga-Glúms, er kvaddi konur
með sjer til bardaga, er máður hennar átti í: ,,ok skulum
vjer binda sár þeirra manna, er lífvænir eru, ór hvárra
manna liði sem er“. — Mætti minning hennar vera í
heiðri höfð af Rauða-krossi vorra tíma.
.... Á Sturlungaöld er getið eins afreksmanns við
læknisstörf, Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri við Arnar-
fjörð (1170—1213). Hafði lækniskunnusta gengið að
erfðurn í ætt hans, en auk þess hafði liann ferðast víða
erlendis, ekki aðeins um Norðurlönd, heldur einnig um
England, Frakkland, Spán og Ítalíu, og vafalaust átt
kost á að kynnast ýmsu er að lækningum laut á þeim
ferðum. — Var hann ekki aðeins einstæður maður á ís-
landi á þjóðveldistímanum, að því er tekur til læknis-
listar, heldur er vafasamt, að hann hafi átt sinn líka á
Norðurlöndum, og þó víðar væri leitað.
.... í árslok 1940 teljast sjúkrahúsin í landinu 49
með rúmlega 1200 rúmum, eða um 1 rúm á hvert 100
landsmanna. — Rúmafjöldi í sjúkrahúsum hjer á landi
er nú orðinn eins og vel þykir erlendis og meiri en gerist
á Norðurlöndum. — Sjúkrahús og sjúkraskýli 'eru nú í
öllum læknishjeruðum nema 9.
.... Ahnenn sjúkrasamlög innan alþýðutrygginganna
eru nú (í árslok 1941) 23 alls: 9 í kaupstöðum og 14
utan kaupstaða.
.... Nú láta heilbrigðisyfirvöldin sjer ekki nægja að
sinna berklasjúklingum er leita lækna, einangra þá á