Hlín - 01.01.1942, Síða 46
44
Hlin
sjúkrahúsum og veita þeim sem besta læknishjálp, held-
ur er hafin um land alt skipulagsbundin leit að berkla-
sjúklingum og berklasmitberum með víðtækum berkla-
prófum, röntgenskygningum og öðrum berklarannsókn-
um. Nær sú skoðun orðið til þúsunda manna árlega,
auk skólabarna, þannig að teknar eru fyrir til skoðunar
heilar stjettir og starfshópar og stundum jafnvel heil
bygðarlög, kaupstaðir og sveitir. Voru þannig rannsak-
aðir árið 1940 18980 manns.
.... Skipaðar ljósmæður teljast 195. — Uppgjafaljós-
mæðrum er trygður almennur lífeyrir með lögum 1938.
Hjúkrunarkonur teljast 1940 125.
.... Á öllu landinu munu vera til samtals um 80
sundstöðvar. — Skylt er að kenna öllum börnum sund,
nema þau sjeu óhæf til þess, að dómi skólalæknis.
Garðyrkja.
Kálrækt og kálmaðkur.
Á síðustu árum hefur kál- og grænmetisrækt yfirleitt
aukist allmikið hjer á landi, þótt enn vanti mikið á að
grænmetisræktin sje eins almenn og vera bæri, þar sem
telja verður fullsannað, að neysla grænmetis sje mjög holl
og líkleg til þess að auka heilbrigði og vellíðan þjóðar-
innar, en til þess að svo geti orðið, verður grænmetis-
ræktin og grænmetisátið að verða fastir liðir í búskap
og mataræði þjóðarinnar.
Nú hefur, eins og kunnugt er, hinn svokallaði kál-
maðkur, borist hingað til lands og gert töluverðan usla
í grænmetisræktinni. Hefur þetta orðið til þess, að
nokkrir hafa lagt árar í bát og gefist upp við ræktun
þess grænmetis, er maðkurinn sækist eftir. Þetta verðuy