Hlín - 01.01.1942, Page 48
46
Hlín
Merkiskonur.
Ingibjörg Björnsdóttir á Torfalæk.
í einum hinum fegursta af fjalldölum okkar fagra
lands óx hún upp, konan sem hjer um ræðir: Ingihjörg
Björnsdóttir frá Marðarnúpi í Vatnsdal. — Hún var
sannkölluð dóttir sveit-
arinnar fögru: Þrótt-
mikil, sviphrein, glöð
og glæsileg. „Mörg í
vorum djúpu dölum
drotning hefur bónda
fæðst.“ Sú samlíking
,átti vel við um Ingi-
björgu, hún hefði á-
reiðanlega sómt sjer vel
í hvaða stöðu sem var.
Jeg kyntist ekki Ingi-
björgu fyr en á efri ár-
um okkar beggja, því
þó að við værum sam-
sveitungar og nágrann-
ar þá hvarf jeg svo snemma úr heimahögum, að við hitt-
umst fyrst á efri árum, og þá vegna fjelagsskapar,
sem við Ijetum okkur báðar miklu skifta. — Jeg man, hve
jeg var hrifin af Ingibjörgu, er jeg sá hana fyrst: Glæsi-
mensku hennar, glaðlyndi og góðleik. Hún sómdi sjer af-
burðavel í íslenska faldbúningnum, sem er öllum þjóð-
búningum fegurri og fer öllum íslenskum konum svo
vel, ekki síst þeim, sem eru eins og Ingibjörg var, vel
vaxnar og spengilegar.