Hlín - 01.01.1942, Page 53
Hlin
51
Blinda stúlkan frá Kolmúla.
Minningarorð.
Margir hjer á landi munu eflaust kannast við frá-
sögnina um hina frægu amerísku konu, Helen Keller.
Hún varð tveggja ára gömul sjónlaus, heyrnarlaus og
mállaus, en tókst nieð
aðstoð fágæts kennara
að læra að tala og ná
hárri mentun, og gat
hún sjer góðan orðstír
sem rithöfundur og
skáld, og síðan sem á-
gætur kennari þeirra,
er áttu líkar raunir að
rekja sem hún sjálf. —
Agæt frásögn um konu
þessa er „Hvert kom-
ast má“, fyrirlestur
saminn og gefinn út af
síra Haraldi Níels-
syni.
Hitt vita ef til vill
færri, að þjóð vor hef-
ur nýlega átt á bak að sjá einu barna sinna, sem átti sjer
hliðstæða sögu og athyglisverða: Blindu stúlkunni frá
Kolmúla.
Verður æfiatriða hennar getið hjer í fám dráttum. —
Hún hjet Málfríður Jónasdóttir, og var fædd 27. sept.
1910 að Hreinsstöðum á Fljótsdalshjeraði í Norður-Múla-
sýslu og ljest að heimili sínu, Kolmúla við Reyðarfjörð,
20. mars 1941, og varð þannig aðeins liðlega þrítug að
aldri. —■ Foreldrar Málfríðar voru hjónin Guðný Guð-
mundsdóttir og Jónas Benediktsson, bæði ættuð af Fljóts-
4*