Hlín - 01.01.1942, Side 55
Hlín
53
tveggja ára náms við blindra skóla og heimili fyrir
vinnufærar blindar stúlkur í Kaupmannahöfn. — Vorið
1931 sigldi hún til Danmerkur og dvaldi við nefndan
skóla í tvö ár og lærði vefnað og fleira. — í skólanum
gat hún sjer hinn besta orðstír, sem glegst má marka af
því, að kenslukonur og aðrir vandamenn skólans sýndu
henni hina rnestu vinsemd og umhyggju á meðan hún
dvaldist þar og síðan með stöðugum brjefaviðskiftum
og gjöfum. — Forstöðukona skólans kallaði hana ,,ís-
lenska bai'nið sitt“, en Málfríður kallaði forstöðukonuna
„Dönsku mömmu“. — Danmörku nefndi hún „Sælu-
landið“ og vildi ógjarna þaðan hverfa. — En tvö árin liðu
áður en varði og styrkurinn þraut. Kom Málfríður því
heim um vorið 1933 og var heima á Kohnúla sumarlangt,
en hverfur til Reykjavíkur um haustið. — Hún er full
áhuga og vonar, og hygst að vinna mikið starf á vegum
Blindravinafjelags íslands, sem hún væntir sjer aðstoðar
frá. En hún átti ekki samleið með öðrum blindum mönn-
um, hún gat ekki sætt sig við að binda bursta, prjóna
grófa leista eða vefa gólfklúta. — Hún þráði þá og alltaf
síðan að komast til Danmerkúr aftur og læra meira. —
Dönsk náttúra hafði heillað hug hennar, blómailmsins
og nærveru hinna yndislegu skóga mintist hún æ síðan.
Hún komst aldrei til Danmerkur aftur, fjekk þó oft
boð frá vinunr þar um að koma, en styrjöldin kom og
sundin lokuðust.
Vonir þær, sem tengdar voru við Blindravinafjelag ís-
lands höfðu brugðist henni, og fer hún því alkomin heim
til föðurhúsa og dvelur þar á meðan aldur endist, og þar
verður það, að hún vinnur mikið og merkilegt starf.
Úr utanförinni kom hún með nokkuð af bókum á
blindraletri, og síðar hætti hún stöðugt við þær. Auk
dönskunnar, sem hún var vel að sjer í, las hún norsku og
sænsku og einnig esperanto sjer til gagns og gleði. Líka
átti hún kenslubók í þýsku og mun liafa skilið talsvert.