Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 57
Hlín
55
heims, og að líkindum einnig til annara landa, t. d. Nor-
egs og Svíþjóðar.
Jeg set hjer kafla úr brjefi móður Málfríðar heitinnar
til mín. Hann gefur allgóða hugmynd um hin merkilegu
afköst hennar, en ekki líkt því nógu fullkomna. — Hún
segir: „Þú spyrð um vinnubrögð Málfríðar dóttur okkar.
Um þau get jeg ekki sagt nákvæmlega, en þó er mjer
óhætt að fullyrða, að á ineðan hún lagði aðallega fyrir sig
að vefa handklæðadregla og eldhúsþurkur, óf hún tutt-
ugu til tuttugu og fjóra vefi yfir árið, og reglan var að
hafa þá 50 metra langa. — En síðustu árin, er erfiðara
gerðist að fá efni og hún fór að vefa fjölþættara, svo sem
bekk- og rúmábreiður, borð- og kjóladúka, sessuborð,
gardínur o. fl., varð metrafjöldinn ekki eins mikill. —
Hún vann sjálf að öllu, sem að vefnaðinum laut, svo sem
rakningu og uppfestingu.
Um prjónlesið get jeg heldur ekki gefið neinar ná-
kvæmar upplýsingar, en það voru, að öllum fanst, mestu
undur hverju hún afkastaði, bæði fyrir heimilið og það
sem hún sekli og gaf og prjónaði fyrir aðra. — Mikið af
þessu var allskonar karla-, kvenna- og barnafatnaður, svo
sem kjólar, pils, vesti og peysur allskonar. Einnig slæður,
sjöl og dúkar með margvíslegu útprjóni. Hún átti mikið
af prjóna og vefnaðaruppskriftum úr dönskum og sænsk-
um bókum.“
Svo segist móður hennar frá. En þar með er ekki nema
hálfsögð sagan, aðeins lauslega drepið á, Iive miklu hún
kom í verk, ekkert minst á með hvaða snildarbrag alt var
af liendi leyst, en það var einmitt það, sem vakti undrun
og aðdáun svo margra, liitt vissu færri, að hún var afkasta-
mesta manneskja sveitarinnar og þó víðar væri leitað. —
Mætir Vestur-íslendingar, síra Albert og Hannes Krist-
jánssynir, og skáldkonan Jakohína Johnson, er voru hjer
á ferð sumarið 1935, dáðust mjög að handbragði hennar
og keyptu hluti af henni til minja. — Vinkonum mínum