Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 59
Hlin
57
fjelags íslands og annara líknarfjelaga. — Jeg vænti þess
einnig, að samúð og skilningur almennings á kjörurn
þeirra, sem vanheilir eru og þarfnast sjerstakrar um-
hyggju, fari vaxandi. — Æfisaga blindu stúlkunnar frá
Kolmúla sýnir, hvílíkir gimsteinar leynast stundum hjá
olbogabörnunum eða þeim, sem við erfiðust skilyrði búa,
ef vandlega er leitað og að er hlúð.
Vattarnesi við Reyðarfjörð.
Ástríður E. Víking.
Matthildur Þorkelsdóttir, ljósmóðir
á Sandi.
„Hún kom oft til min!“
Það var ekki óvanalegt á Sandi, á þeim árum, sem jeg
dvaldi þar, að sjá aldurhnigna konu, lága, en þjetta á velli
og kvika í spori með tösku í hendinni, ganga á milli hús-
anna. — „Er nú að fæðast krakki?" vogaði maður ef til
vill að spyrja. — „Nei,“ var svarið, milt og hógvært, „en
það er eitthvað að þarna í húsinu," og svo flýtti hún sjer
áfrarn. — Þessi kona var Matthildur Þorkelsdóttir Ijós-
móðir. — Þegar hún andaðist, nú fyrir rúmum 4 árum
síðan, 14. jan. 1938, var jeg flutt til Reykjavíkur, en vart
var það nokkur, sem maður hitti úr þessu þorpi, eftir frá-
fall hennar, að ekki væri sama viðkvæðið, ef á hana var
minst: „Já, hún kom oft til míni“
Eftir fráfall Matthildar var hennar minst rjettilega af
nánustu vinum, en eftir samtali við ritstjóra „Hlínar"
finst nrjer tilhlýðilegt, að hennar sje þar minst sem einn-
ar af landsins bestu og merkustu konum.
Jeg sá Matthildi fyrst, er jeg var 11 ára að aldri. Hún
var þá í Stykkishólmi. Hún var fengin til að búa systur
mína á fermingardaginn. — Mjer varð starsýnt á þessa