Hlín - 01.01.1942, Page 60
58
Hlin
ungu og fallegu konu, hvað hún var góð við systur mína
og hvað alt var fallegt sem hún gerði!
Rúmum 20 árum seinna, er jeg flutti frá Stykkishólmi
til Sands, sagði vinkona mín við mig: „Reyndu að fá í-
búð hjá henni Matt-
hildi ljósmóður, þá
mun þjer aldrei lexð-
ast.“ Og þó jeg byggi
aldrei hjá Matthildi,
þá fann jeg það jafn-
an, að í návist hennar
mundi engum leiðast.
En þeir sem best þektu
þessa hlið á fari henn-
ar, voru þeir sjúku og
sorgbitnu, hún átti alt-
af nóg til að hugga og
hressa þá með. Henni
er rjett lýst með orðum
skáldsins: „Þú varst
sterkust þegar syrti að,
var höndin m;úk
sem rósablað."
Hún sagði mjer sjálf þannig frá tildrögum þess, er æfi-
starf hennar hneigðist að: Þegar hún var unglingur hjá
síra Þorkeli föður sínum, síðar presti að Staðastað, var
þar vinnukona, er altaf sagði í spaugi við hana: „Jeg
ætla að láta þig sitja yfir mjer, Matthildur mín.“ — Nú
liðu tímar frarn og vinnukonan giftist, en Matthildur
gleymdi spauginu. — Þá var það einn dag, er hún var 17
ára, að orð komu frá þessari áðurnefndu vinnukonu, og
biður hún Matthaldi að finna sig, en Jxegar hún kemur
inn úr dyrunum, bregður henni í brún, er hún heyrir
sængurkonuhljóð. — Hún verður þarna nauðug viljug að
gegna ljósmóðuistörfum og alt gekk veh