Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 64
62
HUn
stjóri flest þeirra. — Urn þessar mundir tók Jón við hrepp-
stjórastöðu og rak stórbúskap. — í „Lögiræðingi" getur
Páll Briem þess, að Jón í Brekkugerði væri einn þeirra
manna á Austfjörðum, er teldi fram flest lausafjárhundr-
uð. — Að reka stórbúskap reynir ekki aðeins á hæfileika
mannsins heldur og konunnar, þarna voru hjónin sam-
hent um heimilisstjórn. Heimilishagurinn hinn prýði-
iegasti. Margt af hjúunum dvaldi hjá þeim svo tugum
ára skifti, bg sum þeirra tóku sjer þar hina síðustu hvíld
að loknu löngu dagsverki. Allir, sem að garði báru, áttu
hinum bestu viðtökum að mæta.
Þannig liðu árin þar til Jón bóndi andaðist úr lungna-
bólgu í júnímánuði 1893. — Þau hjón eignuðust 4 börn:
Sigríði, er dó um tvítugsaldur, Svein, er bjó um skeið á
Glúmsstöðum og síðar í Brekkugerði og dvelur nú þar lijá
Stefáni bónda syni sínum, Elísabet, gift Jörgen Kjerúlf,
og bjuggu þau í Brekkugerði og síðan í Húsum, Pjetur
bóndi í Geitdal í Skriðdal, hann fluttist til búskapar að
Brekkugerði og dó þar.
Eins og tekið var fram, verður Margrjet ekkja árið
1893 með 4 börn til forsjár. Það elsta 12 ára gamalt. —
Þó mikill missir væri að forstöðu Jóns heitins, þá stjórn-
aði Margrjet búinu með fyrirmyndardugnaði. Hún ól
upp 8 fósturbörn, auk rnargra unglinga, er dvöldu þar
lengri eða skemri tíma.
Á búskaparárum Margrjetar, og einnig áður, var þetta
heimili hinn mesti bjargvættur. Þegar hörðu vetrarnir
þrengdu að fæti, þá voru það ekki fáir heldur margir
hinna smærri bænda utanaf Hjeraðinu og gjarna úr
Fjörðum, sem ráku hesta og sauðfje upp yfir. Hópurinn
smánrinkaði á leiðinni, en oft endaði reksturinn í Brekku-
gerði.
Það eru nú rúm 100 ár, sem þetta fólk hefur búið í
Brekkugerði. Býr þar nú Stefán sonarsonur Margrjetar.
Þorbjörg tengdamóðir Margrjetar var mjög rómuð fvrir
hjálpsemi, stóð Margrjet henni ekki að baki í því.