Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 65
Hlin
63
Það er mikil stoð fyrir hvert sveitarfjelag, og þjóðfje-
lagið í heild, að eiga margar slíkar konur sem Margrjet
var. En þó hygg jeg, að það hafi verið um Margrjeti sem
og fleiri, að þeir sem þektu liana best, hafi metið hana
rnest.
Það má geta þess, að Margrjet átti yfir óvanalega rnikl-
um andans auð að ráða, og kunni góðsskil á að miðla
öðrum af svo til góðs mætti ganga.
Runólfur Bjarnason, Hafrafelli.
Kveöjuorð til Margrjetar Sveinsdóttur
í Brekkugerði.
Hjartkæra vina mínl Þó nú sje liðinn nokkur tími frá
því jeg leit þig síðast líkamsaugum, get jeg ekki stilt mig
um að þakka þjer opinberlega alla framkomu þína, því
hún hafði blessunarríkari áhrif rnjer til lianda en flestra
annara, sem jeg hef kynst. — Tala jeg þar ekki eingöngu
um dygð þína og trygð, höfðingsskap þinn og hjálpfýsi,
meðan þú gast nokkru orkað, heldur aðallega um glað-
værð þína. — Það var svo hressandi, svo lærdómsríkt að
hitta þig ætíð glaða, oft með líkamsþrautum og í fjöl-
mörg ár hlekkjuð við rúmið fyrir vanmátt í fótum, en
samt ætíð brosandi og oft með þeim sálarstyrk að henda
gaman að „aumingjaskap" þínum, er þú svo kallaðir. —
Nei, þú varst aldrei aumingi. Þú varst hetja, sem barð-
ist í því stríði, er flesta aðra hefði bugað, en sem aldrei
lokkaði óstillingarorð af þínum vörum. — Blessuð vertu
fyrir það eftirdæmi, og fyrir allar Iieillaóskirnar, er þú
baðst fyrir vellíðan minni. — Jeg trúi því fastlega, að þær
hafi orðið að áhrínsorðum.
Hjer bæti jeg við tveimur erindum, er vinkona þín