Hlín - 01.01.1942, Page 66
64
Hlin
færði þjer á 75 ára afmæli þínu, því mjer finst þau sönn
lýsing á æfi þinni, þó fáorð sjeu:
„Þín höndin gömlum hjúkrun veitti og ró,
og lilynti að þeirra ungu þroskaskeiði,
er heilsa og kraltur þjer í brjósti bjó,
þín blíða mannást skein í björtu heiði.
Og enn — þó styttist æfikvöldið þitt,
og af sje liðinn sjö og hálfur tugur,
sarnt lýsir kringum kyrra bólið þitt
það kærleiks ljós, er jafnan á þinn hugur.“'
Guð gefi Fljótsdalshjeraði að eignast margar konur
þína líka að andans göfgi og sálarrósemi. — Blessuð sje
minning þín!
Margrjet Sigfúsdóttir.
Minningarorð um írú Guðbjörgu Ólais-
dóttur írá Söndum í Miðiirði.
Guðbjörg var fædd 2. nóv. 1863 að Hliði á Álftanesi.
Ættfólk hennar þekki jeg ekki nerna af afspurn og orð-
spori og ber sú lýsing þann brag, að Guðbjörg hafi verið
af gildum stofni og göfugum uppsprottin. Svipur henn-
ar, orð og athafnir báru með sjer einkenni hins frjóa,
göfuga og heillaríka sveitauppeldis.
Hingað í sveit fluttist hún árið 1932 — þá með stífða
vængi æskudrauma sinna og björtustu hamingjuvona.
Hún var ekkja — barnlaus ekkja. En Guðbjörg átti þann
sálarauð, þau innri verðmæti, sem brimskaflar lífserfið-
leikanna gátu ekki í kaf fært.
Hún fluttist inn á Holtastaðaheimilið eftir hið svip-