Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 67
Hlin
65
lega fráfall húsfreyjunnar, Guðríðar Líndal, hinnar á-
gætustu konu. — Guðbjörg hirtist þá heimilinu senr
bjartur og hlýr sólargeisli eftir napurt vorhret. Það
mátti heita að hún tæki heimilið í faðm sjer ekki með
umsvifamiklum athöfnum eða stórvirkjum hið ytra,
enda þess ekki að vænta, þar sem hún var orðin erfiðis-
lúin og ellimædd, gömul kona, en hún færði í búið birtu
og hlýju göfugrar,
fórnfúsrar sálar. Hönd
hennar var allsstaðar
bætandi og fegrandi,
hjarta hennar sífúst til
skilnings og líknar
hinum móðurlausu
börnum. Ekki einung-
is Holtastaðaheimilis-
ins, heldur allra þeirra
barna, sem hún náði
til, hún vildi vera
þeim móðir. — Lítil-
magnann, hinn auðnu-
litla einstæðing — alla,
sem á einhvern hátt
höfðu farið á mis við
hljegarða lífsins, vildi
hún láta njóta samúðar sinnar og hjartahlýju.
En hún ljet sjer ekki nægja að fegra sitt umhverfi með
kærleikshug í orði og viðmóti, Iieldur ljet hún meginpart
allra fjármuna sinna, sem um eitt skeið voru miklir,
ganga sem gjöf til þeirra snauðu eða sem styrk til þeirra
stofnana, sem miðuðu til stuðnings þeirn fátæku og h'knar
þeim sjúku. Hjer í sveit lagði hún fram mjög álitlega fjár-
up.phæð, sem verða skyldi undirstaða sjúkrasjóðs eða
sjúkrasamlags fyrir Engihlíðai'hrepp.
Þegar jeg síðast sat við dánarbeð hennar og hjelt um