Hlín - 01.01.1942, Page 68
66
Hlin
visnaða hönd hennar, þá bað hún mig að leggja liðsyrði
áhugamálum sínum. Þá, eins og fyr, var irugur hennar
bundinn við líknsemi og fórnarstarf, þó lífskraftur henn-
ar væri þá svo þrotinn að hún átti bágt með að gera sig
skiljanlega.
Sannarlega mættum við Enghlíðingar minnast hennar
Guðbjargar með ljúfri gleði og hlýrri þökk, ekki einasta
fyrir hinn mikla fjárstyrk, sem liún lagði fram til nauð-
synjamáls sveitarinnar, heldur einnig og líklega ennþá
fremur fyrir þau gróðurmögn kærleiksfullra hugsana og
mannúðarfullrar samúðar, er hún færði að húsdyrum
hvers einasta heimilis sveitarinnar.
Jeg verð að minnast á eitt lítið atvik, sem brugðið
getur upp skýrri mynd af þessari góðu konu: Hrepps-
nefnd Engihlíðarhrepps var samankomin á Holtastöðum
til að jafna niður útsvörum hreppsbúa. Á Holtastöðum
dvaldi þá ungur, fátækur maður, nýgiftur. Þessum unga
manni var ákveðin dálítil útsvarsupphæð. — Þegar Guð-
björg heitin varð þessa vör, kallar hún á mig og biður mig
að sjá um, að þessi upphæð, sem piltinum hafði verið ætl-
uð til greiðslu, yrði strikuð út og bætt við sitt útsvar. „Jeg
get borið mikið meira, en hann er ekki fær um neitt,
hann er svo fátækur." — Þarna stóð hún fyrir framan
mig, óstyrk og ellibeygð, mögur og lotin, með silfurhár
og tjáði sig nægilega styrka, ekki einasta til að bera sínar
byrðar, heldur líka til að bæta á sig annara byrðurn. —
Þvílík lexía fyrir mig og okkur hina, sem gjarnast var að
finnast til um ofþunga okkar eigin byrðar samanborið
við annara. — Þannig var hún, þessi kona, hún var altaf
að gefa sínu umhverfi af gnægð síns göfugleika og sálar-
styrks.
Jeg dáðist að henni sem drengur, og ennþá fyllist hugur
minn lotningu, þegar jeg hugsa um hana, frásöguna úr
Nýja testamentinu um konuna, sem braut alabasturs-
buðkinn með hinum dýru smyrslum yfir meistara sinn.