Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 69
Hlin
67
Sagan getur þess, að sumum viðstöddum hafi ofboðið
óhófið, en frásagan getur hins einnig, að ilmur smyrsl-
anna hafi fylt húsið. — Þeir, sem áfeldust konuna þá,
gerðu sjer ekki ljóst hvaða hjartalag eða hugarfar stjórn-
aði gerðum hennar. Hún vildi ótvírætt láta sjást, að hún
væri óumræðilega þakklát fyrir þá hugsjón, sem meist-
arinn hafði gefið lífi hennar. — í mínum liuga verður
hún altaf dásamleg kona, hún María, og einhvern veginn
finst mjer altaf, að hún hafi keypt smyrslin fyrir sinn
síðasta eyri.
En á öllum tímum og enn í dag eru til á meðal okkar
margar konur sem hún, konur, sem fylla hús sín og um-
hverfi ilmi ástúðar og nærgætni. Og enn í dag láta þær sig
það litlu skifta, konurnar þær, þótt samferðamenn þeirra
á veginum segi um þær: Þið gefið þrotlaust dýra hluti,
sem betur væri varið á annan hátt. — Þeim mönnum, sem
hugsa svo, skal bent á, að slíkum konum er ljúfara að
ldýða rödd hjartans en fyrirskipunum heilans. Þær leggja
ekki hugsanir sínar, hjartalag nje athafnir á metaskál
gegnt gulli og gjaldeyri — þær meta ekki fórnarhug sinn
á landsvísu. Hvernig væri líf og líðan mannheima án
slíkra kvenna? — Hvað væri lífið án samúðar, án skiln-
ings og hjartahlýju? — Eitt er víst, að það umhverfi,
sem aldrei fær notið yls nje hlýju frá geislum þeirrar
göfugmensku, sem skín frá sálum slíkra kvenna sem
Guðbjargar Ólafsdóttur, það býr við ömurleik náttsort-
ans, það fer á mis við birtu hins skapandi sólarmáttar.
Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði.
5*