Hlín - 01.01.1942, Side 70
68
Hlín
Norðlenskt prestsheimili
um og eftir aldamótin 1900.
Eftir Sigríði Björnsdóttur á Hesti í Borgarfirði.
Það þykja nú orðið ekki mikil tíðindi þó skroppið sje
á milli Reykjavíkur og Akureyrar. — Hafir þú dálítil
auraráð, getur þú farið loftleiðina, borðað hádegismatinn
þinn í Reykjavík, drukkið miðdegiskaffið á Akureyri og
borðað kvöldmatinn aftur í Reykjavík. — En þó að þú
viljir nú ekki fara alveg svona hratt yfir, getur ferðin þó
orðið regluleg liraðferð, samanborið við landferðalög
fyrir 30—40 árum síðan. — Þú getur farið tímanlega á
stað úr Reykjavík að morgninum með „Laxfossi", til
Borgarness, -stigið þar upp í hraðferðarbíl til Akureyrar,
sem mun skila þjer þangað samdægurs, ef til vill nokkuð
seint að kvöldi. — En þú verður líka að láta þjer lynda að
sitja kyr, — ef þú ert heppinn, með skemtilegan og ræð-
inn sámferðamann eða konu við hlið þjer (en auðvitað
getur það líka orðið alveg þveröfugt). Sveitir og hjer-
uð þjóta fram hjá þjer, þú reynir, — sjerstaklega ef þú
hefur aldrei farið þessa leið áður, — að ná þjer í einhverja
rönd af glugga til að gægjast út um við og við. — Þú heyr-
ir samferðafólkið tala um Norðurárdal, Holtavörðuheiði,
Hrútafjörð, Miðfjörð, Þingið og þarna eru Vatnsdalshól-
ar og Vatnsdalurinn.
Blönduós er áningarstaður, þar er stigið út úr bílunum
og borðað, alt gengur liratt og hindrunarlaust. — Eftir
klukkutíma er bíllinn aftur kominn á stað inn Langadal,
og nú þarf ekki að kveða: Leiðin eftir Langadal löng
mjer þótti stundum. — Bíllinn nálgast Vatnsskarð. LFpp
Skarðið skríður hann másandi og hvásandi eins og hálf-
uppgefinn langferðahestur.