Hlín - 01.01.1942, Síða 71
Hlin
69
En nú ertu alveg sjerstaklega heppinn! — Bíllinn þarf
aðeins að „stoppa“ ,eins og Sunnlendingar segja, og það
er alveg austast á Skarðsbrúninni. — Þú mátt fara út og
fá Jojer frískt loft og teygja svolítið úr þjer. — Þú byrjar '
náttúrlega á því að taka fram sígarettupakkann, sem þú
stakts í vasa þinn, áður en þú lagðir upp frá Reykjavík í
morgun, og sem þú tæpast hefur þorað að snerta. Og þeg-
ar þú ert búinn að kveikja í, þá ferðu að líta í kringum
þig. — Framundan þjer blasir við fagurt hjerað: Skaga-
fjörðurinn: „Fram til heiða, út til stranda“. — Þú horfir
yfir sljettlendið, „Hólminn“, sjerð „Vötnin“ líða hægt
og þungt til sjávar. — En blessaður gleymdu ekki að líta
yfir í „Hlíðina“. Heilsaðu garnla Glóðafeyki, hann er
þarna beint framundan þjer. — Sjáðu Blönduhlíðarfjöll-
in, þau eru sögð heilsteyptustu fjöll landsins. — En hugur
þinn þarf að taka skörp skref. Þú lætur augu þín hvarfla
yfir sjóndeildarhringinn, þarna er Hegranesið og út á
firðinum „rís Drangey úr djúpi“, — Málmey, Þórðar-
höfði!
Aftur horfir þú beint fram, þú sjerð bæina yfir í
Blönduhlíðinni, það rýkur svo vingjarnlega á þeim. —
Þarna beint á móti þjer er Flugumýri, Haugsnes, Akra-
torfa, og inn eftir heldur þú, — Miklibær, Víðivellir.
En nú kallar bílstjórinn, og áfrarn er haldið, ýmist yfir
frjósamar sveitir eða heiðar alla leið til Akureyrar.
Nei, þá kýs jeg heldur að ferðast með þjer fyrir 30—40
árum. Við getum gjarnan orðið samferða, að minsta kosti
í Skagafjörðinn, en þar er jeg hrædd um að jeg vilji dvelja
meir en næturlangt.
Jeg held að heppilegast yrði að fara á stað úr Reykjavík
27. júní með „Skildi gamla“ upp í Borgarnes. — Veðrið
er yndislegt, engin sjóveiki, þó skipið sje ekki fyrsta
flokks. — Unga fólkið er glatt, það er flest nýsloppið af
skólabekkjunum, og gæðingarnir bíða þess í Galtarholti,