Hlín - 01.01.1942, Page 75
Hlin
73
Með jólaföstu fór móðir mín að byrja á að steypa kerti
til jólanna. — Alt var gert hreint, baðstofan ætíð þvegin
hátt og lágt. — Gjafir voru ekki miklar, aðeins spil og
kerti, og oft kom faðir minn með einhver kristileg smá-
rit, er fylgdu „Kirkjublaðinu", sem hann sagði okkur að
líta í, því á aðfangadagskvöld mátturn við ekki spila eða
leika okkur.
Matur og drykkur var að öllu leyti eins og nú tíðkast.
— Á jóladaginn var, að mig minnir, æfinlega messað
heima. — Keptumst við þá við að prýða kirkjuna með
ljósum, söngur var líka oft æfður fyrir hátíðir. — Eftir að
messan á jóladaginn var liðin, máttum við skemta okkur
eftir vild. — Var það oft gert rækilega, bæði spilað á spil,
farið í leiki og þess háttar. — Boð á milli bæja tíðkuðust
mjög mikið, því þjettbýlt er í Hlíðinni fríðu. — Var oft
glatt á hjalla, enda var oft kveðið í skammdeginu á und-
an jólurn vísan alkunna:
„Nú þótt aldrei sjáist sól,
sú er vonin betri,
að biáðum koma blessuð jól,
blóm á köldum vetri“.
Man jeg að við systkinin sögðum, að fyrst jólin væru
blóm á köldum vetri, væru póstkomudagarnir blóm á
köldum mánuðum, og kaffið blóm á köldum dögum. —
Pósturinn kom aðeins einu sinni í mánuði, fyrst norðan
af Akureyri og fór suður að Stað í Hrútafirði, en svo til
baka aftur að viku liðinni eftir að hafa hitt sunnanpóst. —
Mikið var Idakkað til póstkomunnar, sem eðlilegt var, þá
var ekki Útvarpið með daglegar frjettir. — „ísafold" og
„Þjóðólfur" voru kærkomin, maður vár ánægður að fá
þau mánaðarlega, annað þektist ekki þá.
Gestrisni og dagleg eyðsla lield jeg að hafi verið svipuð
og nú er. — Það voru oft gefnar kökur með kaffi, og um
sláttinn voru alveg vissir lummu- eða pönnukökudagar.