Hlín - 01.01.1942, Page 77
Hlin
75
Lestrarfjelag var stofnað í sveitinni fyrir aldamót —
mest fyrir hans tilstilli. — Voru bækurnar altaf geymdar
á Miklabæ, og rjeði faðir minn oft miklu um val þeirra. —
í sambandi við fjelag þetta var gefið út sveitablað, sem
hjet „Viljinn". — Ritstjórn blaðsins annaðist vanalega
einhver einn, en allir máttu skrifa í blaðið, sem vildu.
Það gekk svo um sveitina, bæ frá bæ, og þótti allsstaðar
góður gestur. — Það vill svo til, að þegar jeg rita þetta,
hef jeg eitt tölublað af „Viljanum" fyrir framan mig,
þetta tölublað var gefið út nokkru eftir andlát föður
míns og alt helgað minningu hans. Langar mig til að til-
færa hjer nokkrar setningar, sem sveitungar hans hafa
skrifað, þeir sem þektu hann best.
Stefáni Vagnssyni, bónda á Hjaltastöðum, farast þann-
ig orð:
„Mjer er í minni fyrsta skifti þegar jeg fór til kirkju.
Við vorum mörg saman í hóp úr Akratorfunni, og þegar
við komum upp á þjóðveginn stönsuðu allir. Karlmenn-
irnir, tóku olan og allir gerðu bæn sína og buðu að því
loknu hver öðrum „góðir stundir". — Með slíkum hug
fóru menn á stað til kirkju sinnar í þá daga, og til síra
Björns sóttu þeir áreiðanlega það sem þeir þörfnuðust til
viðhalds og eflingar trú sinni. — En rnenn sóttu fleira en
guðsorð að Miklabæ. — Á eftir messunni var að jafnaði
nokkurskonar málfundur, meðan setið var yfir hinum
rausnarlegu veitingum þeirra hjóna, þar voru rædd
stjórnmál og sveitamál, og mun margt, sem hefir orðið
þessari sveit til framfara, einmitt hafa átt upptök sín þar.
— Það má því óhætt segja, að á þeim árum hafi síra Björn
gert heimili sitt að nokkurskonar menningarmiðstöð
sveitarinnar".
Um Miklabæjarheimilið segir Agnar Báldvinsson þetta:
„Heimili síra Björns þótti mjög aðlaðandi, þar var glað-
værð og gestrisni með afbrigðum, að sumu leyti sannkall-
að sólskinsheimili. Það var því ætíð ánægja að koma þar,