Hlín - 01.01.1942, Page 78
76
Hlin
enda komu þar mjög margir. — Það var unun að ræða við
síra Björn, þennan gáfaða og fjölfróða mann, sem öllum
veitti eitthvert andlegt fóður, sem hann var svo ríkur af,
fyrir utan þær venjulegu góðgerðir, sem á gestrisnisheim-
ilum tíðkast og húsmóðirin sá svo rausnarlega um. Þaðan
fóru gestirnir glaðari en ella, og með meira sólskin í sál
sinni og frið í hjarta — sólskin og frið frá síra Birni. —
Heimili síra Björns var friðsemdarheimili. Það var eins
og eitthvert bræðraband tengdi saman alt heimilisfólkið,
það var alt eins og ein fjölskylda: Húsbændur, börn og
vinnuhjú, slík heimili eru vandfundin“.
Að síðustu vil jeg aðeins tilfæra síðustu orðin í grein
eftir Stefán bónda Jónsson á Höskuldsstöðum, þar sem
hann lýsir föður mínum blindum við vígslu fundarhúss
Blöndhlíðinga, þar mun hann síðast hafa haldið ræðu
opinberlega: „Þar stóð hann, öldungurinn blindi, og bar
ennþá höfuð og herðar yfir aðra, hvað andlega yfirburði
og andlegt víðsýni snerti — alveg eins og hann gerði, þegar
liann kom hingað fyrst og gerði altaf öll þau ár, sem hann
dvaldi hjer. Það má telja það gæfu hverrar sveitar, sem
eignast slíkan hæfileikamann, sem síra Björn var, og mega
njóta starfskrafta hans um langan tíma. — Jeg veit að þeir
Blöndhlíðingar, sem þektu síra Björn, munu jafnan
minnast hans sem yfirburðamannsins, mannsins, sem þeir
eiga svo mikið að þakka. Minnast hans sem leiðtoga síns
til hins góða á öllum sviðum".
Svo farast þeim orð, þessum gömlu sveitungum mín-
um. Jeg bið þá afsökunar á, að hafa án þeirra leyfis, til-
fært kafla úr ummælum þeirra.
Og þegar jeg nú að síðustu læt hugann hvarfla til lið-
inna stunda, þá verða mjer sunnudagarnir einna minnis-
stæðastir, ekki þeir, sem við systkinin máttum hafa til
skemtana og útreiða, heldur messudagarnir. — Það stend-
ur ennþá ljómi af þeim í huga mínum. — Litla kirkjan
mín með gula trjekrossintim og turnspírunum, er enn í