Hlín - 01.01.1942, Page 81
Hlin
79
Hugleiðing um heimilið.
Flutt að Lundi í Öxarfirði á Sambandsfundi norðlenskra
kvenna 1942.
1 Öxarnúp, bak við klettanöf í miðri hlíð, er svonefnt
Grettisbæli. — Sagnir herma, að hinn ógæfusami skógar-
maður, Grettir, hafi um skeið hafst þarna við, enda er
vígi gott, sjest um langa vegu til mannaferða og ómögu-
legt að að sækja nema neðan frá. — Þarna sjest tóftarbrot
enn, og eru steinar í veggjum furðulega stórir, og þeir
stuðladrangar, sem yfir eru lagðir, margra manna tak. —
Sólbjartan dag stend jeg við þessa hálfföllnu veggi og
horfi yfir hina breiðu bygð. — Reisuleg hús standa í
grænum túnum og úr reykháfum lyppast eimur, sem
bendir á starfandi hendur innan veggja. — Mjer verður
á ný litið til hinna rammgerðu veggja, sem enn standa
hátt í hlíð og bera vott um yfirmannlegan kraft hleðslu-
mannsins. — Var ekki eitt sinn hjer einnig heimili? —
Spurningin rifjar upp mikla harmsögu. — Hver steinn í
hinum óföllnu veggjum er minnisvarði um dvalarstað
einhvers ógæfusamasta manns, sem um langt skeið var
dærndur til þess að flakka um heimilislaus. — Þarna
skýldi hann sjer aðeins fyrir stormi og regni. Og á löng-
um dögum og dimmum nóttum lá hann og hugsaði um
einstæðingsskap sinn og hlustaði í angist á gnauð vindar-
ins við hengiflugið fyrir ofan. — Og svo stóð hann upp,
skygndist um, eftir aðför óvina eða feng í bú, og steytti
sína tröllslegu hnefa út yfir bygðir mannanna. — Óskor-
að átti hann að vísu fegurð öræfanáttúrunnar, en hver
fær notið undursamleik fegurðar og friðar, sem sjálfur er
friðlaus.