Hlín - 01.01.1942, Side 86
84
Hlin
í vestri, frá Skorarfjöllum teygja fjallhyrnurnar sig fram
austur eftir allri Barðastrandarsýslu inn í Gilsfjarðarbotn.
— Og gleymum svo ekki öllum eyjaklasanum, sem setur
sinn stimpil á allan Breiðafjörð, en nýtur sín ekki fyr en
komið er upp á Hyrnurnar á fjallinu bak við nesið, sem
Reykhólar standa á. Þá greiðist alt í sundur og liggur fyr-
ir fótum manns eins og landabrjef eða málverk. — Þetta
útsýni hlýtur öllum að verða ógleymanlegt, sem sjá það
í fyrsta sinni í hreinu loftslagi (skygni).
Þá skal minnast lítið eitt á bæinn. — Hann var þá í
mínum augum bæði stór og fagur, enda talinn þar urn
slóðir hinn glæsilegasti, sem sjest hefði. Prýðilega bygð-
ur að veggjum og vandaður að öllu, með þrem stafnþilj-
um samstæðum, er vissu franr á hlaðið í útsuður (átt til
Snæfellsjökuls, útvarðar Breiðafjarðar). — Jók það ekki
alllítið á hrifningu mína, hve mikill hátíðasvipur virtist
þá yfir öllu. — Á öllum burstunum vimplar, sem bylgj-
uðust fyrir blænum, og á hlaðinu afarmikill skáli —
veislusalurinn, — sem Bjarni bóndi hafði í skyndi slegið
upp úr borðvið þeini, er hafa skyldi í stofuþiljur síðar,
því bærinn varð ekki fullbygður fyr en um haustið. Yfir
skálann var tjaldað voðurn. — Þarna var samankominn
fjöldi fólks úr lijeraðinu og nálægum sveitum og mann-
fagnaður mikill, veitingar og rausn, söngur og fiðluspil,
ræður haldnar og minni drukkin. — Jeg var í þriðja
himni í dýrðinni! — Heyrði talað um að konungurinn
(Kr. IX.) kæmi þá til Reykjavíkur og yrðu kjörnir menn
úr öllum sýslum landsins, er Jreysa skyldu til Þingvalla og
fagna honum þar í nafni landsmanna. — Gestur Pálsson,
skáld, var sendur af okkar hálfu, Barðstrendinga. Fór
hann úr þessari veislu við annan mann, auðvitað dagfari
og náttfari, því tíminn var naumur. — Ennfremur var
sagt að mikill viðbúnaður væri í höfuðstaðnum: Matthías
og Steingrímur, og ef til vill Gröndal, ætluðu að yrkja