Hlín - 01.01.1942, Page 88
86
Hlin
um 350 ha. — Nesin eru mest til beitar, um 250—300 ha.
Heimalandið, sem alt má heita nothæft, er því um 650
ha, að minsta kosti eða 2000 vallardagsláttur. Þar mun
mór víða í jörðu, og fyrir landi eru söl, þari, marhálmur,
jafnvel kræklingur og fleiri skelfiskar, þar var og mikil
hrognkelsaveiði.
2. Hlíðin frá Reiðgötum upp að klettum, til beitar og
grjóttaks til bygginga, ef hagnýtt er. Um 5 ha. land.
3. Eyjarnar, aðalhlunnindasvæði Reykhóla að fornu
(og nýju?): Dúntekja, selveiði, vor og haust, kofnatekja,
hagaganga óþrjótandi fyrir fje og hesta og slægjuland
(eyjátaðan). — Reykhólaeyjar með hólmum og skerjum
eru venjulega taldar óteljandi, en grasi vaxnar eyjar og
hólmar munu tæplega fleiri en eitt hundrað, og flatar-
mál þeirra samtals varla yfir 100 ha. (1 ferkílómetri). —
Víðátta sjávarins, sem eyjarnar eru dreifðar um, og sem
liggur undir Reykhóla, mun nema nálægt 50 ferkíló-
metrum.
4. Fjallið (Reykjanesfjall), þar er Grundardalur og
hálfur Heyárdalur talinn Reykhólum, þar er upprekstr-
ar- og hjásetupláss. — Landið mun vera nálægt 10 fer-
kílómetrum að stærð.
5. Barmahlið, inn með Berufirði að vestanverðu. Þar
er gamalt selstæði frá Reykhólum, þar var og mikið skóg-
arhögg og raftskógur fyr meir. — Er nú skógurinn þar
mjög genginn til þurðar, eins og víðar í Reykhólasveit,
til sorglegs tjóns, en þetta batnar aftur með fyrirhyggju
og vaxandi menningu. — Á Barmahlíð er einnig beitar-
land ágætt fyrir fje og hesta, berjatekja óþrjótandi og
reyrgresi. — Hlíðin er um 5 ferkílómetrar.
6. Hvannahlíð í Kollabúðardal vestan megin. — Þar
er aðal upprekstrarland Reykhóla á sumrum, silungsveiði
í Þorskafjarðará og fyrrum var nautaganga í Nautatung-
um, innar í dalnum.