Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 89
Hlin
87
Niðurlag.
Af þessu, sem hjer er sagt, hafa heimilisnytjar og störf
verið ærið margbrotin á Reykhólum í fyrra daga, og hef-
ur þá mörgu verið til haga haldið, sem ekki yrði litið við
nú. Enda voru þá talin hlunnindi ýmislegt, sem nú er
ekki notað, síst í sama skilningi og fyr. — Gömul vísa um
hlunnindi Reykhóla er svona:
Söl, hrognkelsi, kræklingur,
hvönn, egg, reyr, dúnn, rnelur,
kál, ber, lundi, kolviður,
kofa, rjúpa, selur.
En þá var fólkið svo ódýrt, að alt borgaði sig að hirða.
— Nægjusemin var svo mikil, að kotafólkið, sem um-
kringdi alt Reykhólatún, ljet sjer lynda að fá eitthvað að
jeta og var ávalt til taks, hvenær sem húsbóndinn kallaði.
Þetta lá í landi og þótti sjálfsagt.
En nú er öldin önnur. — Á Reykhólum blasir við ann-
að og meira en áður var þekt: Fyrst og fremst jarðhitinn,
óþrjótandi til allra búskaparlegra framkvæmda, ljóss,
hita, allskonar jarðræktar, hreyfiafls og heilbrigðisráð-
stafana, og — jeg leyfi mjer að segja að Grundará, lítil
lækjarspræna uppi á Reykjanesfjalli, hefði getað gert ó-
trúlegustu kraftaverk, ef hún hefði verið tekin og beisl-
uð. — Lækur þessi (Grundará) kemur úr Grundarvatni,
tjörn (unr 25 ha. að stærð) 380 m. yfir sjávarmál, er fell-
ur franr af fjallsbrúninni í fossi í 200 m. hæð. — Væri
vatnið tekið þar á fossbrúninni og leitt niður á láglendið,
ætti það að geta framleitt um 16 hestöfl að meðaltali
(bruttó) árið um kring.*) Hagnýting náttúruaflanna er
*) Jeg hef reiknað þetta eftir korti landmælingamannanna og
áliti mínu á úrkomumagninu á þessum slóðum. S. E.