Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 93
Hlin
91
mjer Iiefur verið kært og ómissandi, það hlýtur að vera
guðinn, sem í mjer bjó ungum."
Svo fórust honum orð, gamla manninum margreynda.
En er það ekki einmitt ein allra sterkasta áminning nátt-
úrunnar þetta: „Láttu ekkert gott eða fagurt deyja í
brjósti þínu, þó margt blási á móti, því ætíð kemur skin
eftir skúr, vör eftir vetur, hlýja eftir hörkufrost — og
„Hrunda nú þó hrelli lund, hríðin skæð og snjóatíð,
undir fönnum blítt í blund bíða vorsins fræðin þíð.“
Jeg veit vel, að það er annað hausthugi og vorhugi í
lífi mannsins, lfkaminn Iiefur ómótstæðileg áhrif á hug-
arfarið, þannig að leikandi fjörið, sem einkennir æsku-
manninn, og sem getur yfirunnið margt erfitt í einum
spretti, breytist í rólega athugun. En samt þarf ekkert
að hverfa eða deyja af því sem gefur lífinu gildi, og hin
sanna gleði er ekki háð breytingum líkamans, því: „And-
inn getur hafist hátt, þó höfuð lotið verði.“ — Ef sú vissa
er eign okkar, að „Guð sem jafnvel muna má maðk, er
vart kann skríða, hefur föðurauga á öllu, sem þarf líða.“
Jeg er þess fullviss, að kenningarnar frá ræðustóli
náttúrunnar hjálpa okkur öllu öðru fremur til þess að
varðveita eilífa æsku í þess orðs rjettustu merkingu, og
því get jeg einskis fremur óskað Öllum, ungum og göml-
um, en þess, að þeir njóti til fullnustu alls þess, sem
berst til' okkar frá ræðustóli náttúrunnar.
Austfirsk kona.
SUMARDAGUR
Blómin marglit brciða blæju á dalagrundir,
fram til frjórra heiða fjeð á nægtastundir,
ljett um geiminn líða ljúfir fuglasvcimar,
Óma fossins fríða fagrir gleðihreimar. — M. S.