Hlín - 01.01.1942, Page 95
Hlin
93
það að skapa sem bjartast og hreinlegast umhverfi heim-
ila sinna, bæði hið ytra og inra, hefur sína stóru þýðingu
fyrir líf okkar. — Þessutan er það blátt áfram skylda okk-
ar, sveitabarnanna, bæði eldri og yngri, að kasta ekki
skugga á hið dásamlega fagra umhverfi, sem hin ís-
lenska náttúra er svo gjöful á okkur til handa og færir
oft heirn að hús- eða bæjardyrum vorum.
Jeg vil nú nefna nokkra ágalla, sem ætíð hljóta að
teljast lýti á ytri heimilissvip: Það er leiðinlegt að sjá
snúin, skæld og illa liirt heimreiðarhlið, með lafandi
gaddavírsflækjum, og bæjargötuna sjálfa krókótta,
slökkótta og oft illfæra hesti og rnanni, hvað þá bifreið.
Það er algert hrygðarefni og fullkomið ranglæti gegn
þrifnaðar- og heilbrigðisboðorðunr húsmæðranna,
hvernig bæjarhlöðin eru víða. Við minstu þíðviðrisúr-
komu, á hvaða tíma árs sem er, eru þau daunillar forar-
vilpur, sem oft ná alveg heim að luisdyrum. — Það er
sannarlega ekki góð aðstaða til innanhi'iss hreinlætis
þar sem utandyra snyrtimenska er ekki meiri. — Slík
hlöð hef jeg oft og tíðum sjeð við nokkurra ára gamlar
nýbyggingar.
Þá er það ekki síður leitt, að geta hvergi stigið niður
fæti kringum hús eða bæi fyrir járnarusli, spýtnabrot-
um, tuskum, beinum og öðru vanhirðurusli, að jeg ekki
nefni þann óþverra, sem oft skapast í kringum, og í ná-
munda við heimahús, sakir vöntunar á salernum.
Líka verður það að teljast frábært smekkleysi, að ekki
sje fastara að orði kveðið, hvernig farið er með hlað-
varpana mjög víða, sem oft eru frá náttúrunnar hendi
fallega löguð, laðandi og líðandi brekka frá húshlið, og
sem vanalega er fyrsti blettur túnlands okkar, sem sýnir
lífsþrótt vorsins með sínum græna lit. — Þeir eru fleiðr-
aðir, með gulum og grænum skellum eftir fljótandi
bæjarskólpsóþverra og annan ófögnuð, sem yfir þá er
steypt.