Hlín - 01.01.1942, Qupperneq 98
96
Hlin
þeirra og jrrýði. — Jeg veit að ykkur skortir ekki vilja,
skilning nje smekkvísi.
Jeg hlýddi einusinni á erindi, sem hinn gáfaði og góð-
gjarni maður, Theodór Arnbjarnarson, flutti fyrir dá-
litlum bændahóp. Hann var að tala um fegurð bupen-
ings okkar, einkum hestanna. — Hann sagði: „íslensk
hændastjett hefur ekki efni á að neita sjer um þá ánægju,
sem í því felst, að horfa á fögur, vel ræktuð húsdýr.“ —
Sannarlega eru þetta orð í tíma töluð við íslenska sveita-
menn og konur. — Við höfum ekki efni á að ganga með
lokuðum augum framhjá þeirri fegurð, sem við eigum
völ á í daglegri lífsbaráttu okkar, og engu síður skyldum
við gefa gaum því smáa sem næst er, en liinu, sem fjar-
lægðin hefur vafði draumblæju sinni.
Eitt er það, sem líklega er rjett að athuga í þessu
sambandi. — Vitur maður hefur sagt: „Öll fegurð er
guðlegs eðlis,“ og mjer er nær að halda, að meðan við
getum haldið lifandi í sálum okkar feguiðarnæmleik-
anum, meðan við getunr brosglaðir dáðst að hinu göfuga
og fagra, hvort sem það birtist í blátærum, blíttniðandi
læk, mildu barnsbrosi, blámóðu vorkvöldsins eða belj-
andi fossi — þá er jeg þó ekki vonlaus, þrátt fyrir árekslra
okkar, veikleika og lirasanir á lífsleiðinni um það, að
okkur sje viðbjargandi — ef ekki í þessu lífi, jrá einhvers-
staðar út í fjarska eilífðarinnar. *
Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði.
Feðra vorra fögru ey
friður Drottins hlífi,
styrki og hressi hal og mey
hreinu að una lífi. — M. S.